Ekki sama Jón og sr. Jón

frettinErlent, Jón Magnússon, Pistlar, StjórnmálLeave a Comment

Jón Magnússon skrifar:

Fylkiskosningar fóru fram í nokkrum fylkjum Þýskalands í gær. Hægri flokknum AFD (Alternative für Deutschland) hafði verið spáð stórsigri og spár gengu eftir AFD var sigurvegari kosningana og fékk yfir 30% fylgi þar sem best gekk. Vert er að óska þeim til hamingju.

Stuttu eftir að fyrir lá, að AFD væri afgerandi sigurvegari lýsti hver stjórnmálaleiðtogi hefðbundinna flokka að útilokað væri að vinna með AFD, þó engar frekari skýringar væru nefndar. Þessi afstaða er andlýðræðisleg og sýnir fremur fram á meiri öfgar en þær sem AFD er sakað um. 

Annað sem vakti athygli varðandi kosningarnar var sigur Söru Wagenknecht (BSW) í einu fylki þar sem hún bauð sig fram, en hún er talin lengst til vinstri. Engin leiðtogi hefðbundinna flokka segir þó að hún sé óstjórntæk eins og AFD. 

Sarah þessi var áður í vinstri flokknum (Linke) en hann var ekki nógu langt til vinstri fyrir hana.

Hvað sem líður hægri vinstri og öfgum eða ekki öfgum, þá er  merkilegat að  "öfgahægrið" og "öfgavinstrið" eru sammála í andstöðu við hælisleitendastefnu þýskra stjórnvalda. Þeir vilja eðlilegt þjóðfélag byggt á menningarlegum grunni þýsks samfélags, en eru í andstöðu við transhugmyndafræði, bullfræði vók hugmyndafræðinnar.  Þá hafna báðir flokkarnir óskilyrtum stuðningið við stefnu Zelenskí í stríðinu við Rússa og hafa tjáð sig um nauðsyn friðarsamninga.

Eru þessar öfgar sem svo eru kallaðar ekki heilbrigð skynsemi og er það ekki þessvegna sem venjulegt fólk flykkist til fylgis við þá. Fólk sem vill búa í friði í landinu sínu, halda í sín gildi en hafnar vók stefnu og að skipt sé um þjóð í landinu. 

Þegar Sarah W (SW) talar um að viðhalda þjóðlegum gildum, þá finnst öllum það eðlilegt. En þegar talsmenn AFD, tala með sama hætti eru þeir sakaður um þjóðernisöfgar.

Hvenær skyldi vinstrið á Íslandi sjá að sér og standa með þjóðlegum gildum, íslenskri tungu, ströngum reglum um hælisleitendur og berjast fyrir friði í Úkraínustríðinu, sem kæmi í stað hernaðarstefnu utanríkisráðherra.

Skildu eftir skilaboð