Forstjóri Goya Foods, Robert Unanue, sakar ríkisstjórn Harris-Biden um að vera „samsek“ í mansali með því að hafa ekki stjórn á suðurlandamærunum.
Unanue gagnrýnir jafnframt varaforsetan Kamöla Harris fyrir að beita sér ekki fyrir „verðstýringu“ á matvöru og öðrum vörum.
„Hvað með Bandaríkin - í stað þess að vera samsekir milliliðar í mansali og eiturlyfjasölu - af hverju leggja þau ekki kraft sinn í það og stjórna landamærum okkar,“ sagði Unananue í viðtali á WABC.
Viðskiptaleiðtoginn sagðist hafa fundað með forseta Salvador, Nayib Bukele, og fagnað aðgerðum hans gegn gengismeðlimum sem lokuðu þúsundir þrjóta inni sem ógnuðu borgurum landsins.
Ræddu þeir m.a. fjölda alræmdra MS-13 gengismeðlima El Salvador sem fóru yfir landamærin til Bandaríkjanna og eru nú að ógna íbúa hér, þar á meðal aðra innflytjendur frá Salvador.
„Þessir klíkumeðlimir frá Venesúela og öðrum löndum eru nú í okkar landi að rústa úthverfum og hræða fólk,“ segir forstjórinn.
Goya Foods var sniðgengið eftir að hann sagði í ummælum í Hvíta húsinu árið 2020: „Við erum öll sannarlega blessuð að hafa leiðtoga eins og Trump forseta.“
Stjórn Goya Foods fordæmdi Unanue árið 2021 eftir að hann efaðist um réttmæti forsetakosninganna 2020 og bannaði honum að gefa opinberar yfirlýsingar án þess að stjórnin gæfi leyfi.
En Unanue gefur nú út bók sem ber titilinn „Blessaður, Donald J. Trump og andlega stríðið: Hvernig baráttan um sál þessa lands hófst með einu orði“.
Til að styðja rökin í bók sinni tók hann fram að Trump lifði af morðtilraun á fundi í Pennsylvaníu 13. júlí, hvernig „hann sneri höfðinu á réttu augnabliki“.
„Ég held að Guð hafi haft höndina á Donald Trump og þessari þjóð,“ segir hann, á meðan „þessi stjórn [Harris-Trump] hefur eyðilagt hana.
Hann reif einnig Harris-Biden-stjórnina í sig fyrir að stöðva Keystone-leiðsluna sem átti að auka olíuafgreiðslu frá Kanada til Bandaríkjanna.
New York post greinir frá.