Páll Vilhjálmsson skrifar:
Tveir flokkar eru sigurvegarar héraðskosninganna, hvor á sínum endanum í pólitíska litrófinu. Hægriflokkurinn Alternative für Deutschland, AfD, er helsti sigurvegari kosninganna. Silfrið tekur vinstriflokkurinn Bündnis Sahara Wagenknecht, BSW. Eini hefðbundni flokkurinn sem hélt sjó er hægriflokkurinn, CDU.
Hlutfall AfD upp úr kjöskössum er um og yfir 30 prósent en BSW fær um 12-15 prósent. Þrenn stefnumál eru keimlík hjá þessum tveim flokkum, sem annars eru jaðarhægri og jaðarvinstri.
Í fyrsta lagi andstaða við stuðning Þýslands við ríkisstjórn Selenskí forseta í Úkraínu. Þegar forsetinn heimsótti þýska þingið í sumar stóðu þingmenn úr þessum flokkum úr sætum sínum og gengu á dyr til að lýsa vanþóknun sinni.
Í öðru lagi eru báðir flokkarnir á móti opingáttarstefnu í útlendingamálum.
Þriðja málasviðið þar sem BSW og AfD eru samstíga má kalla menningarlega íhaldssemi. Báðir gjalda varhug við vók-fárinu.
Héraðskosningarnar voru í tveim landshlutum, báðum í gamla Austur-Þýskalandi, Thüringen og Saxlandi. Eftir þrjár vikur eru kosningar í Brandenburg og þar má búast svipaðri niðurstöðu. Að ári eru almennar þingkosningar í öllu Þýskalandi. Héraðskosningarnar nú eru prufukeyrsla.
Meginstraumsflokkar keppast við að sverja af sér samvinnu við AfD. En þegar kjósendur þyrpast að tilteknum málefnum hefur það áhrif á stjórnarstefnuna. Sitjandi ríkisstjórn jafnaðarmanna, græningja og frjálsra demókrata hefur þegar tekið upp harðari útlendingastefnu og dregur lappirnar í stuðningi við Úkraínu.