Nauðgun og hrottalegt morð á 31 árs læknisnema þann 9. ágúst í Kolkata í austurhluta Indlands heldur áfram að vaxa, að sögn sjálfboðaliða á sjúkrahúsinu.
Sálgreiningarprófun sem gerð var af miðlægri rannsóknardeild lögreglu Indlands leiddi í ljós að sá grunuði í málinu væri alvarlega háður klámi, „kynferðislegur pervert“ með „dýraeðli,“ samkvæmt indversku fréttaveitunni PTI.
Málið hefur vakið gríðarleg mótmæli lækna víða um landið sem og samstöðumótmæli í löndum eins og Ástralíu, Bangladess og Pakistan. Ásamt útbreiddu ákalli um réttlæti fyrir fórnarlambið. Hefur enn og aftur bent á vandamálið um aukið kynferðislegt ofbeldi gegn konum á Indlandi.
Þrátt fyrir breytingar á refsiréttarkerfi Indlands eftir hópnauðgun sem átti sér stað árið 2012, hefur fjöldi nauðgana á Indlandi að mestu haldist í um 30.000 ár hvert.
Árið 2018 var að meðaltali tilkynnt um nauðgun á 15 mínútna fresti um allt land, samkvæmt skýrslu ríkisstjórnarinnar.
Að sögn eins sérfræðings vekur Kolkata-málið viðvörun um annað mál, þ.e vaxandi neyslu kláms á Indlandi og áhrif þess á hegðun, sambönd og kynferðisofbeldi, sem og víðtækari félagsleg vandamál.
Rannsóknarskýrslur um kynferðisofbeldi og mansal styðja þá kenningu að sterk tengsl séu á milli útbreidds aðgangs að klámi á Indlandi og aukinna kynferðisbrota.
The Epoch times greinir frá.