„Það þjóðfélag kemur aldrei aftur“

frettinInnlent, Jón MagnússonLeave a Comment

Jón Magnússon skrifar:

Guðni Th. Jóhannesson sagði nokkru eftir að hann var kjörinn forseti lýðveldisins, að það þjóðfélag sem við hefðum búið við væri að hverfa og kæmi aldrei aftur. Hann ræddi þá um innstreymi hælisleitenda og svokallaða fjölmenningu, sem hefur raunar hvergi gengið upp nema í ímyndarheimi vinstri sinnaðra fjölmiðla.

Síðan fyrrverandi forseti mælti þessi orð hefur slegið í bakseglin og það þjóðfélag sem var í upphafi forsetatíðar hans er líka að baki og komið annað og verra að mörgu leyti hvað fjölómenninguna varðar. 

Fyrir nokkrum árum sagði lögreglumaður mér, að þeir þyrftu að vera í stunguheldum vestum við lögreglustörf á höfuðborgarsvæðinu og ég hváði og spurði hvað hefur breyst, hvað veldur. Hann svaraði bjóst þú við Jón minn, að það tæki ekki sinn toll og leiddi af sér nýja ósiði að fá svona mikið af innflytjendum til landsins einkum þá sem koma frá löndum utan Evrópu. 

Ég svaraði honum að ég hefði ekki búist við því, en ábyrgðarlausir stjórnendur þessa lands voru heillum horfnir. Svo heillum horfnir að það var ekki horft á vandamálið sem hefur verið að gerjast á undanförnum árum.

Ung stúlka í blóma lífsins dó vegna þess að það var ekki brugðist við í tíma og því fólki sem í hlut átti veitt nauðsynleg vernd af hálfu lögreglu og viðeigandi refsingum beitt fyrir ofbeldi og yfirgang þeirra sem eru að breyta íslensku þjóðfélagi úr því öruggasta og friðsælasta í það sem það er nú.

Foreldrum og aðstandendum hennar skulu hér færðar samúðarkveðjur og það er svo sárt, að horfa á að svona skuli fara af því að yfirvöld bregðast ekki við í tíma og leyfa ástandi að verða eins og það hefur þróast því miður vegna afskiptaleysisins svo ekki sé meira sagt. 

Sennilega væri best að lögreglan segði allan sannleikann sem fyrst um þá hnífstunguárás sem er til rannsóknar sem og þá breytingu sem er orðin á þjóðfélagin, svo að almenningur í landinu átti sig á því hvað er við að eiga. 

En e.t.v. meta yfirvöld það með þeim hætti að það mundi valda allt of miklum óróa í landinu. En er afsakanlegt að halda fréttum frá fólki vegna þess? 

Skildu eftir skilaboð