Það gengur vel að skipta um þjóð í landinu

frettinInnlent, Jón Magnússon3 Comments

Jón Magnússon skrifar:

Fram kom hjá Guðmundi Inga Guðbrandssyni vinnumarkaðsráðherra, að 20% landsmanna væru innflytjendur og við stæðum okkur verst af öllum ríkjum OECD við að kenna þeim íslensku. Þá kom líka fram að hlutfallslega hefur innflytjendum fjölgað mest á Íslandi síðasta áratug af öllum ríkjum OECD.

Með sama áframhaldi verða innfæddir íslendingar í minnihluta árið 2050 og íslenskan verður þá líklega ekki hið almenna samskiptamál hér á landi heldur enska. 

Hefðu stjórnvöld metnað til að standa vörð um íslenska menningu og íslenska tungu mundu stjórnvöld leggja verulega áherslu á að fólk lærði íslensku og þeir sem eru við störf í landinu þurfi að kunna skil á íslensku. En nei. Við erum sú þjóð sem minntum fjármunum ver til þess að þeir aðkomnu læri tungumálið okkar, íslenskuna. 

Það kann að vera eftirsóknarvert fyrir fjármálaráðherra að fá stöugt fleiri vinnandi hendur til að reyna að grynnka á skuldasúbunni eftir óráðssíu ríkisstjórnarinnar, en þessar tölur segja að öðru leyti að bregðast verður við með ýmsum hætti. Takmarka verður innflytjendastrauminn þannig að við náum að aðlaga innflytjendur að íslenskri menningu og tungumáli. 

Verði það ekki gert þá höldum við áfram að fjóta sofandi að feigðarósi, sem munu fela í sér endalok þess þjóðfélags sem við þekkjum og okkur er kært. 

Er ekki kominn tími til að bregðast við?

3 Comments on “Það gengur vel að skipta um þjóð í landinu”

  1. Er þessi maður ekki búinn að vera í ríkisstjórn? Og allt farið niðurávið nema ríkidæmi þeirra auðugu?

  2. Ég er nú ekki oft sammála Jóni Magnússyni enn í þessu máli er ég sammála honum!

    Ingibjörg Ottesen, jú það er rétt hjá þér að ríkidæmi þeirra fégráðugu dafnar sem aldrei fyrr undir verndarvæng glóbalistana, enn núna hefur bæst við heimska og óskynsemi ofan á allt hitt sem mun tortíma því litla sem var í lagi í íslensku samfélagi.

  3. Ég veit að að Jón Magnússon veit hvað hann syngur. Takk þú frábæri maður! ❤️

Skildu eftir skilaboð