Rumble, Fréttin og fleiri miðlar undir árás

frettinFjölmiðlar, Ritstjórn3 Comments

Þann 5. september sendi Chris Pavlovski, stjórnarformaður og forstjóri streymisveitunnar Rumble, ákall á skráða notendur sína. Hann benti á að málfrelsið ættu undir högg að sækja og væri víða að því sótt, jafnvel í vestrænum lýðræðisríkjum, og nefnir máli sínu til stuðnings handtöku á forstjóra Telegram og bann á miðlinum X/Twitter í Brasilíu. Segir hann meðal annars að fyrirtæki eins og hans leggi allt í sölurnar til að verja málfrelsið. Ósagt er að þetta þýðir lögfræðikostnaður, kostnaður við að eiga við áreiti frá yfirvöldum og árásir á auglýsendur til að fá þá til að draga auglýsingafé frá miðlum eins og Rumble.

Við á Fréttinni könnumst vel við þetta. Hér hefur frá stofnun miðilsins verið athvarf fyrir gagnrýni og málfrelsi, og þá sérstaklega á meðan heimsfaraldur geysaði sem hæst og samfélagsmiðlar og meginstraumsfjölmiðlar lögðu sig alla fram að þagga niður í öllu mótlæti. Frá upphafi hefur hér birst efni, bæði skoðanapistlar og vísindalegs eðlis, sem hefur ekki fengist birst annars staðar. Fyrir vikið hafa árásir á miðilinn verið margar og óvægnar, oft að því marki að loka honum í nokkra daga. Herjað hefur verið á auglýsendur og nú seinast hefur félagsskapur sem kennir sig við málfrelsi ráðist að honum á samfélagsmiðlum ítrekað og linnulaust.

Ákall forstjóra Rumble um að leita til ykkar, venjulegs fólks sem vill ekki láta ritskoðun yfirvalda ráða því hvað fær að birtast og hvað ekki, nær líka til Fréttarinnar, sem hefur raunar gefið út svipað ákall. Hér telur hver króna þegar allt kemur til alls. Hverfi Fréttin, Rumble, X og fleiri slíkir miðlar, margir smærri til að þjóna minni málsvæðum, aðrir stærri, þá er oddurinn tekinn af málfrelsinu. Málfrelsið er aftur fært í hendur miðla sem dansa í takt við yfirvöld, og sagan segir okkur að það sé ávísun á kúgun og heilaþvott.

Ákall Chris Pavlovski, stjórnarformaður og forstjóri Rumble:

3 Comments on “Rumble, Fréttin og fleiri miðlar undir árás”

  1. Ef Fréttin hverfur geta lesendur bara farið beint inn á moggabloggið og lesið mest af efninu þar.

  2. Já, það er full ástæða að hafa áhyggjur af ástandinu. Ef maður hefur lært eitthvað á síðustu árum þá er það að aldrei nokkurntímann treysta stjórnvöldum eða msm fjölmiðlum á Íslandi. Þetta ástand er svo sem ekki að koma á óvart enda hafa margir varað við þessu.

Skildu eftir skilaboð