Transkonur verða að afplána í karlafangelsi samkvæmt niðurstöðu Hæstarétts

frettinErlent, TransmálLeave a Comment

Það er ekki mannréttindabrot að transkonur afpláni í karlafangelsi, þetta úrskurðaði Hæstiréttur Danmerkur í morgun.

Það var 63 ára gamall karlkyns fangi sem höfðaði mál eftir að kann ákvað að skilgreina sig sem konu, nú hefur verið úrskurðar á öllum dómstigum, og er því niðurstaðan endanleg.

Í mars 2015 breytti maðurinn löglegu kyni sínu úr karli í konu og fékk úthlutað nýrri kennitölu.

Bæði héraðsdómur og Hæstiréttur hafa komist að þeirri niðurstöðu, að þrátt fyrir breytingu fangans í skránni sé hann ekki kvenkyns og óumdeilt sé að hann sé líffræðilegur karlmaður.

Hefur ekki farið í kynskiptiaðgerð

Hæstiréttur byggir dóm sinn meðal annars á því að áhættumat hafi farið fram í október 2022 á fanganum. Samkvæmt áhættumatinu er hinn 63 ára gamli maður talinn „hættulegur þeim sem eru í kringum hann og veruleg hætta sé á endurkomu í fangelsin. Maðurinn hefur sýnt af sér siðleysisglæpi og talinn mjög líklegur til að endurtaka brotin. Hann hefur ekki undirgengist kynskiptaðgerð.

Ekki mannréttindabrot

Í maí 2023 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ekki væri um mannréttindabrot að ræða.

Hæstiréttur taldi ekki brotið á rétti fangans til friðhelgi einkalífs eins og lýst er í 8. grein mannréttindasáttmála Evrópu.

Hæstiréttur deilir einnig því sjónarmiði

Hinn 62 ára gamli fangi, útskýrði fyrir Hæstarétti að karlkyns fangarnir hafi áreitt hann, niðurlægt og snert, auk þess að hvetja hann til að stunda kynlíf með þeim.

Fanginn var þá hvattur af fangavörðum til að klæðast ekki kvenfatnaði, sem var talið auka hættu á kynferðislegri misnotkun.

Hefur hlotið nokkra refsidóma

Maðurinn hefur nokkrum sinnum hlotið fangelsisdóma.

Árið 1984 fékk fanginn fjögurra ára fangelsisdóm,  meðal annars fyrir líkamsárás af sérstaklega hættulegum toga og fyrir að nauðga konu.

Sex árum síðar, árið 1990, var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir sérstaklega hrottalega nauðgun sem var framin gegn konu.

Í kjölfarið hefur fanginn verið dæmdur til ótímabundinnar refsingar fyrir þá sem hægt þá eru taldir mjög hættulegir.

TV 2 vinnur að því að fá umsögn lögfræðings fangans, Tyge Trier, um dóminn.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð