Mega feður ekki lengur leiða dætur sínar upp að altarinu

frettinErlent, Trúmál1 Comment

Helga Dögg Sverrisdottir skrifar:

Sænska þjóðkirkjan mun taka fyrir í október mjög umdeilda tillögu sem veldur nú þegar miklum deilum.

Tillagan er einföld: ,,Feðrum verður bannað að leiða dætur sína upp að altarinu því það tilheyrir gamalli feðraveldishefð.“

Það eru jafnaðarmenn í Svíþjóð sem lögðu tillöguna fram og vilja innleiða sömu reglur um þetta á öllu landinu, í það minnsta samræma þær. Ein þeirra er Nina Konnebäck úr Högsbo sókn í Gautaborg.

,,Við prestar verðum að geta blessað í nafni Guðs það sem við trúum að sé satt, frjálst og fyllt kærleika. Og að við viljum blessa tvær manneskjur sem ganga inn í ást af fúsum og frjálsum vilja. Það rímar mjög illa við þessa myrku feðraveldishefð um stelpu sem fer frá einum manni til annars," segir hún við SVT.

Rætt var við danskan prest sem segir þetta þvælu. Ef kona óskar eftir að pabbi sinn, mamma, bróðir, amma, frændi eða einhver annar gangi með sér inn kirkjugólfið þá á kyn ekki að skipta máli. Engar reglur eru um það í Danmörku hver leiðir brúðurina.

Í Svíþjóð er andstaða gegn þessari tillögu og bendir sænskur prestur á að manni komi ekki við hvern kona velur til að ganga með sér upp að altarinu. Er það virkilega okkar vinna að skipta sér af hvernig fólk vill hafa brúðkaupið sitt spyr hann.

Á Íslandi getur kona valið hvern þann sem hún vill ef hún gengur ekki með tilvonandi maka sínum inn kirkjugólfið. Prestar eiga ekki að skipta sér af hvernig fólk hagar sínum málið þegar það giftir sig.

Lesa má um málið hér.

One Comment on “Mega feður ekki lengur leiða dætur sínar upp að altarinu”

  1. Auðvitað eru engar ,,reglur” eru um það á Norðurlöndum hver leiðir brúðina að altarinu, enda ræður hún því sjálf. Ef brúðina langar til að faðir hennar leiði hana, þá biður hún hann um það. Detti brúðinni eitthvað annað í hug þá er það líka hennar mál. Eða hvar í veröldinni heldur fólk að það sé statt?

Skildu eftir skilaboð