Stærstu málfrelsismótmæli sögunnar: Ekkert að frétta

frettinErlent, Geir Ágústsson, PistlarLeave a Comment

Mögulega fóru stærstu mótmæli sögunnar gegn ritskoðun og fyrir málfrelsi fram í Brasilíu um helgina. Sumir sjónarvottar tala um hundruð þúsunda mótmælenda sem heimta málfrelsi og frelsi. En það er ekkert að frétta. Ekki á BBC, ekki hjá Mogganum, ekki hjá RÚV.

Þeir miðlar sem þó telja sig ekki komast hjá því að fjalla um málið tala um að fjöldi mótmælenda sé nokkur þúsundeða nokkrir tugir þúsunda.

Og síðan er því auðvitað bætt við að þetta séu bara einhverjir hægrimenn sem fylli göturnar og heimti málfrelsi.

Er þá fréttaflutningi vestrænna fjölmiðla lokið og um leið vel lýst í þessu máli og fleirum.

En hvernig stendur á þessari afskræmingu fjölmiðla á veruleikanum? Jú, því að forseti Brasilíu, Lula, er talinn þóknanlegur vestrænum hagsmunum, en andstæðingur hans, Bolsonaro, ekki. Auðvitað er ritskoðun Lula eldsneyti á bál Bolsonaro en við megum helst ekki vita af því. Við megum ekki vita af fjöldahreyfingu venjulegs fólks sem er að mótmæla harðræði og skerðingum yfirvalda sinna. Okkur gæti jú dottið í hug að gera eitthvað svipað!

Er blekkingarleikur fjölmiðlanna ekki að fullu afhjúpaður? Endanlega og algjörlega og enn einu sinni? Ég tel það, og það fyrir löngu, og veirutímar mér þar efst í huga.

En hvað er þá til ráða þegar við viljum afla okkur upplýsinga um átök Rússa og Úkraínu? Átök Ísraelshers og Hamas-samtakanna? Afdollaravæðingu heimsins? Orkumál? Geldingar á börnum á Vesturlöndum? Viðskiptatengsl Miðausturlanda? Bandarísku forsetakosningarnar? Orkumál? Veðrið!

Við þessu er ekkert eitt svar nema mögulega að efast og skoða vinnu smærri og sjálfstæðari miðla í auknum mæli, jafnvel þeirra sem reiða sig á samfélagsmiðla til að koma efni sínu áleiðis.

En að treysta sjónvarpsfréttatímanum er ekki góð hugmynd. Alls, alls ekki.

Skildu eftir skilaboð