Geir Ágústsson skrifar:
Umræða um orkumál getur verið flókin. Mjög flókin. Hver er orkugjafinn? Fór hann í að framleiða hita eða rafmagn? Er hann stöðugur eða þarf hann varaafl? Er hann færanlegur eða staðbundinn?
Ekki minnkar flækjustigið þegar kemur að Þýskalandi sérstaklega. Þar hafa menn lokað orkuverum og opnað aftur, lokað námum og opnað aftur, og Þjóðverjar virðast svo bara hafa fallist á þá lausn að minnka orkuframleiðslu sína með tilheyrandi afleiðingum fyrir almenning og hagkerfi. Þetta sést ágætlega á myndinni hér að neðan (héðan). Þeir hafa að auki þurft að flytja inn franska kjarnorku í auknum mæli.
Trump hæddist að tilraunum Þjóðverja til að reyna losa sig við jarðefnaeldsneyti. Þjóðverjar svara með því að benda á minnkandi hlutfall jarðefnaeldsneytis nýtt í innlenda raforkuframleiðslu. En það er bara ein hlið málsins. Heildarframleiðsla orku er á niðurleið. Bara hluti hennar fer í að framleiða rafmagn og bara hluti rafmagnsins fer í að framleiða hita, sem er svo frekar lítið hlutfall af hitaframleiðslunni.
Hvor hefur því rétt fyrir sér um orkumál Þýskalands - Bandaríkjamaðurinn Trump eða þýskur ráðherra?
Mér sýnist það vera Trump.