Dómari í Georgíu hefur aftur fellt niður ákærur í máli Trump fyrrverandi forseta, um afskipti af kosningum árið 2020.
Dómarinn Scott McAfee samþykkti kröfu frá sumum meðákærendum Trumps um að ógilda þrjár ákærur í hinni víðfeðmu ákæru um fjárkúgun sem Fani Willis (D) héraðssaksóknari Fulton-sýslu lagði fram, þar sem hann komst að þeirri niðurstöðu að þær „væru utan lögsögu þess ríkis.“
Úrskurðurinn skilar forsetanum fyrrverandi einnig töluverðum sigri þar sem hann stóð frammi fyrir tveimur af umræddum ákærum.
„Trump forseti og lögfræðiteymi hans í Georgíu hafa sigrað enn og aftur,“ sagði Steve Sadow, aðalverjandi Trump í málinu, í yfirlýsingu.
Forsetinn fyrrverandi og fjöldi bandamanna hans eru sakaðir um að hafa reynt að hnekkja kosningaúrslitum Georgíu til að halda Trump í Hvíta húsinu eftir að hann tapaði forsetakosningunum 2020. Trump hefur ávalt neitað sök.