Geir Ágústsson skrifar:
Það er orðið frekar broslegt að lesa um hvað Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, „ætlar sér“ og „vill“. Staðreyndin er sú að maðurinn er gjörsamlega farinn andlega og á meðan það er auðvitað sorglegt, og einnig sú staðreynd að hann fær ekki hjúkrun og aðhlynningu við hæfi, þá er engin ástæða lengur til að afneita því.
Það var kannski lengi hægt að fela andlega hrörnun hans, en ekki lengur, og því ástæðulaust.
Eða telur einhver líklegt að hann hafi vitað hvað var að gerast þegar hann setti á sig derhúfu merkta Donald Trump? Auðvitað ekki.
En af hverju virkja Repúblikanir þá ekki ákvæði í 25. viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem felur í sér að forseta megi víkja úr embætti sé hann ekki í ástandi til að rækja embættisskyldur?
Jú, af því að þeir geta það ekki. Það er hlutverk varaforsetans, og hún hefur sennilega fengið þau skilaboð að hún eigi ekki að gera neitt slíkt.
En kannski er lærdómur í því að fjölmiðlar fjalli ennþá um Biden eins og hann sé að ákveða eitthvað. Það sýnir kannski betur en margt annað hvað blaðamenn eru ginkeyptir fyrir því sem þeir kalla blaðamennsku en er miklu frekar gjallarhorn fyrir einhverja hagsmuni aðra en hagsmuni venjulegs fólks. Maður hefði haldið að þeir hafi lært eitthvað af veirutímum þegar hlutverk þeirra var að vinna launalaust fyrir lyfjafyrirtæki með aðgang að ýmsum yfirvöldum, en svo er ekki og þannig er það.
One Comment on “Sýndarveruleikinn í kringum Biden”
Ég er ansi hræddur um það að það muni ekkert breytast í stefnu bandaríkjana í utanríkismálum hvort sem Donald Trump eða Kamala Harris verði fyrir valinu. Forseti bandaríkjana hefur í rauninni verið strengjabrúða allar hellur síðan frá lokum Seinni heimstyrjaldarinnar. Hinir raunverlegu stjórnendur bandaríkjana munu ALDREI hverfa frá heimseinræðisstefnu sinni
Ég ráðlegg fólki að horfa á þetta
https://www.youtube.com/watch?v=uvFtyDy_Bt0