Óska eft­ir því að fólk tali á ís­lensku á Íslandi

frettinGeir Ágústsson, Innlent, PistlarLeave a Comment

Geir Ágústsson skrifar:

Hrafn­hild­ur Ming Þór­unn­ar­dótt­ir, nemi við Há­skóla Íslands, seg­ir þó nokkuð bera á for­dóm­um á Íslandi. Hún seg­ist ít­rekað hafa verið kölluð api og fólk jafn­vel gelt eða urrað á hana úti á götu.

Þetta var leitt að lesa, en kemur ekki á óvart. Miðað við lítið viðtal við Hrafnhildi þá er þarna á ferð dugleg, metnaðarfull, drífandi og klár ung kona sem á skilið virðingu og hrós. Fólk sem kallar annað fólk apa ætti að líta í spegil, svo það sé sagt. 

Eitt er það svo sem Hrafnhildur segir sem mér finnst athyglisvert:

„Mér finnst ég ekki biðja um mikið þegar ég óska eft­ir því að fólk tali á ís­lensku á Íslandi,“

... og er hún væntanlega að meina þá sem hyggjast búa og starfa á Íslandi í einhvern tíma, jafnvel varanlega, en ekki ferðamenn og ráðstefnugesti og slíkt.

Já, er það ekki? Var svona erfitt að segja þetta?

Kannski verður Hrafn­hild­ur Ming Þór­unn­ar­dótt­ir, nemi við Há­skóla Íslands og ættleitt dótt­ir Þór­unn­ar Svein­bjarn­ar­dótt­ur, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, bráðum kölluð hægriöfgamaður, og jafnvel fasisti og nasisti og rasisti. En ef ekki, frábært! Þá geta aðrir sagt það sama og Hrafnhildur án þess að hætta á að einhver smelli á þeim þessa algengu stimpla sem margir munda svo gjarnan.

Væri það ekki hressandi?

Skildu eftir skilaboð