Land í fjötrum hinsegin fræða

frettinEldur Smári, Pistlar, Ráðstefna4 Comments

Eldur Smári Kristinsson skrifar:

Um helgina verð ég þess heiðurs aðnjótandi að ávarpa alþjóðlega ráðstefnu Genspect sem kallast „Heildarmyndin“ eða á ensku „The Bigger Picture“ og fer fram í miðborg Lissabon í Portúgal.

Genspect eru alþjóðleg samtök fagfólks og áhugamanna um málefni fólks sem glímir við kynama. Samtökin hafa sett sér fimm grundvallar gildi. Þau eru í fyrsta lagi að einungis gagnreyndum meðferðum sé beitt og að rannsóknir standist kröfur vísindasamfélagsins. Í öðru lagi eru þau pólitískt óflokksbundin. Í þriðja lagi hvetja þau til frjálsrar og opinnar umræðu þar sem fjölbreytileiki skoðana fær að njóta sín. Þau eru einnig á móti allri forræðishyggju og í fimmta lagi er verndun og upplýst samþykki lykilatriði í starfi þeirra. 

Á ráðstefnunni tala heimsfrægir heimspekingar, grínistar, fjölmiðlamenn og heilbrigðisstarfsfólk á borð við Dr Kathleen Stock, Dr Helen Joyce, Andrew Doyle, Peter Boghossian, Andrew Gold, Stella O´Malley, Julie Bindel, Michael Shellenberger, Graham Linehan og margir fleiri. 

Það er því mikill heiður fyrir mig persónulega að fá að ávarpa ráðstefnuna og tala um þær heljargreipar íslenskt samfélag er í sökum hinsegin fræða og yfirgengilegs „woke-isma“.

Í ferðalag vítt og breitt um íslenskt samfélag

Ég mun fara með ráðstefnugestina í ferðalag vítt og breitt um íslenskt samfélag og útskýra fyrir þeim hvernig hugmyndafræðingum tókst að hengja sig aftan á hagsmuna-og mannréttindabaráttu ýmissa minnihlutahópa, stunda innrætingu í menntakerfinu og búa til aðgerðasinna sem svo komu sér fyrir víðs vegar um menntakerfið, stjórnsýsluna, Þjóðkirkjuna, opinberar stofnanir og eru á fullri ferð að koma sér fyrir í mannauðsdeildum stórfyrirtækjanna.

Hvernig íslenskt samfélag sem segist hafa frið, mannréttindi og mannvirðingu sem grunngildin sín hafa í raun látið þessi gildi snúast upp í andhverfu sína eins og margt annað í samfélaginu.

Ofbeldisseggir eru nýttir til þess að auglýsa varning

Þar sem ofbeldisseggir eru nýttir til þess að auglýsa varning og herferðir gegn ofbeldi. Þar sem illmenni skreyta sig stolnum dyggðafjöðrum undir yfirskini góðmennsku.

Þar sem samkynhneigðu fötluðu fólki sé hreinlega klippt út og slaufað sé það ekki að toga alræðislínuna sem er í boði huglausra stjórnvalda sem eru í gíslingu hinsegin aðgerðasinna og þora ekki að segja NEI.

Þar sem klámfengnu námsefni er haldið að börnum og þar sem afbrigðileg kynferðisleg blæti séu skilgreind sem hinar „eðlilegustu“ kynhneigð eins og t.d. BDSM og fjölástir.

Grunngildin

Þar sem grunngildin – kristnu gildin – eru gjörsamlega höfð að háði og spotti af þeim sem eiga að standa vörð um þau.

Þar sem börn hafa aldrei verið eins vansæl og þau eru nú. 
Þar sem helmingur drengja og þriðjungur stúlkna geta ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla.

Þar sem menn eins og ég eru de-platformaðir og fá ekki að skipuleggja viðburði fyrir félag samkynhneigðra sem ég er í forsvari fyrir. Þar sem menn eins og ég erum sakaðir um að vera öfgafullir og hatursfullir.

Í landinu þar sem dæmdir kynferðisafbrotamenn geta í gegnum lög um kynrænt sjálfræði óhindrað skipt um nafn og kyn til að villa á sér heimildir.

Í landinu þar sem við lemstrum líkama og sál hvorki meira né minna en þrettán sinnum fleiri barna, miðað við höfðatölu, með kynþroskabælandi lyfjum, krosshormónum og aðgerðum en löndin í kringum okkur.

„Land í fjötrum hinsegin fræða“

Erindið mitt í Lissabon heitir „A country captured by Queer Theory. The Dangers of Self-ID“ eða „Land í fjötrum Hinsegin Fræða. Ógnin af lögum um kynrænt sjálfræði.“

Sorglegast finnst mér að þurfa halda svona erindi á erlendri grundu, en svona er staðan.

Ég að að velta fyrir mér hvaða farvegur sé bestur í framhaldinu fyrir mig eftir að hafa reynt eftir besta megni að vekja athygli á þessum málefnum í nær áratug.

Hugmyndir eru vel þegnar. 

 

4 Comments on “Land í fjötrum hinsegin fræða”

  1. Your continuous dedication to exposing the dangers of the situation in Iceland will pay off. You should consider standing for a political position there. Your compassion for all those affected shines through. Good luck with your Genspect speech, you deserve more recognition.

  2. Það styttist í kosningar og vonandi verða næstu heilbrigðis og menntamálaráðherrar þeirrar gæfu aðnjótandi að fá Eld Smára sem ráðgjafa í þessum málaflokkum.
    Það er orðin þjóðarnauðsyn að ná jarðsamandi og heilbrigðri skynsemi í þessa málaflokka.

Skildu eftir skilaboð