Zuckerberg ræður stefnufræðing repúblikana: vill laga tengsl við hægrisinnaða fjölmiðla

frettinErlent, RitskoðunLeave a Comment

Mark Zuckerberg, svokallaður meistari nýsköpunar og lýðræðis, hefur breytt Facebook og Meta í dystópíska martröð, þagga niður raddir sem hann telur óverðugar og stjórna upplýsingaflæðinu.

Þráhyggja forstjórans fyrir ritskoðun hefur breytt því sem einu sinni var vettvangur tjáningarfrelsis, í stafrænt gúlag þar sem íhaldssöm sjónarmið eru kerfisbundið bæld niður.

Frá kosningunum 2020 hefur vettvangur hans verið í fararbroddi við að kæfa íhaldsraddir, allt á meðan hann felur sig á bak við yfirskin "staðreyndaskoðunar."

Við skulum ekki gleyma umdeildum framlögum hans upp á hundruð milljóna dollara til kosningabaráttunnar í kosningunum 2020 - fjármunir sem voru notaðir til að styrkja vígi frjálslyndra undir því yfirskini að styðja „kosningainnviði“.

Frekar en að halda uppi málfrelsi beygði Zuckerberg sig undir fasisma og ritskoðaði ákaft allt það sem var ekki í takt við stefnu Biden-stjórnarinnar.

Vilji hans til að þjóna sem persónuleg áróðursvél Biden-stjórnarinnar staðfestir enn frekar að Meta er ekki hlutlaus vettvangur - það er framlenging á alræðisleikriti vinstrimanna.

Í síðasta mánuði viðurkenndi Zuckerberg að Meta, móðurfyrirtæki Facebook, hafi verið beitt stanslausum þrýstingi frá Biden-stjórninni til að ritskoða efni tengt COVID-19, jafnvel þegar efnið var háðslegt eða gamansamlegt, ásamt hinni frægu Hunter Biden fartölvu.

Forstjóri Meta sagðist hafa djúpa „iðrun“ yfir því að hafa ekki verið harðari í að standa gegn kröfum stjórnvalda og sagði að „þrýstingur stjórnvalda væri rangur,“ og hann viðurkennir nú að fyrirtæki hans hefði átt að vera meira hreinskilið um ofsóknir stjórnvalda.

Nýlegar svokallaðar „eftirsjár“ Zuckerbergs eru ekkert annað en leikhús fáránleikans.

Forstjóri Meta hefur nú ráðið stefnufræðing repúblikana til að reyna lagfæra samband sitt við íhaldssama fjölmiðla, að sögn New York Times.

En ekki láta blekkjast af þessari skyndilegu breytingu - þetta er ekkert annað en örvæntingarfull tilraun til að endurmerkja sig eftir áralanga alræðisritskoðun sem hefur þagað niður raddir á Facebook og Instagram.

The New York Times greindi frá:

Í stað þess að eiga opinberlega samskipti við Washington er Zuckerberg að laga samskipti við stjórnmálamenn á bak við tjöldin. Eftir „Zuckerbucks“ gagnrýnina réð hann Brian Baker, áberandi stefnufræðing repúblikana, til að reyna bæta stöðu sína hjá hægrisinnuðum fjölmiðlum og embættismönnum repúblikana. Í aðdraganda kosninganna í nóvember hefur Baker lagt áherslu á það við Trump og helstu aðstoðarmenn hans, að Zuckerberg hafi engin áform um að gefa sambærileg framlög í þá áttina.

Zuckerberg hefur enn ekki myndað samband við varaforsetan Kamöla Harris. En yfir sumarið átti hann sín fyrstu samtöl við Trump síðan hann hætti í embætti.

Á landsfundi repúblikana í Milwaukee þakkaði Trump honum í símtali, fyrir að hafa sagt opinberlega að hann væri að „biðja“ fyrir forsetanum fyrrverandi eftir nýlega morðtilraun.

Aðeins nokkrum vikum síðar töluðu þeir aftur saman.

Meira um málið má lesa hér.

Skildu eftir skilaboð