Melania Trump, fyrrverandi forsetafrú, segist kenna „leiðtogum stjórnarandstöðuflokksins og almennra fjölmiðla“ um að skapa aðstæður sem leiddu til tveggja morðtilrauna á Donald J. Trump fyrrverandi forseta.
Í viðtali við Ainsley Earhardt hjá Fox News sem sýndur var á fimmtudag, fyrsta viðtalið sem hún hefur gefið í meira en tvö ár. Melania tók undur allt sem eiginmaður hennar hefur sagt um tilraunirnar, og þykir hafa gert það af mikilli hófsemd.
Melina var m.a. spurð út nýlega ævisögu sem hún gaf út nýlega, fyrirsætustörf sín, kynni sín við Donald Trump, móðurmissinn, fjölskyldulífið.
Hún hefur verið að mestu fjarverandi á kosningaherferð eiginmanns síns og var ekki nálægt þegar banatilræðin áttu sér stað.
Melania undirstrikar í viðtalinu sem má sjá hér neðar, hversu mikilvægt það er að Bandaríkjamenn sameinist á ný, að friður ríki í heiminum, og að fólk þurfi að sýna samstöðu og kærleik sín á milli. Þetta er allt í hönum bandarísku þjóðarinnar, sagði Melania að lokum.