Páll Vilhjálmsson skrifar:
Fyrrum stjarna ákæruvaldsins í Namibíu, Jóhannes uppljóstrari Stefánsson, er fallin, segir í fyrirsögn namibíska dagblaðinu Informaté, sem viðtengd frétt byggir á. Framhald fyrirsagnarinnar: eiturlyfjafíkill með ólögmæta friðhelgi.
Ákæruvaldið í Namibíu virðist hafa gefið Jóhannesi friðhelgi eftir að hann játaði á sig stórar sakir í nóvember 2019 í Kveiks-þætti Helga Seljan og Aðalsteins Kjartanssonar. Jóhannes hefur ekki látið reyna á friðhelgina, aldrei komið til Namibíu eftir að hann hvarf þaðan sumarið 2016 og skildi eftir sig sviðna jörð.
Frétt Informaté, og viðtengd endursögn Mbl.is, er um ráðstöfun á söluandvirði togarans Heinaste sem namibísk yfirvöld kyrrsettu og var seldur með samkomulagi málsaðila. Dótturfélög Samherja koma við sögu í þessu dómsmáli en ekki sem sakborningar heldur hagaðilar er eiga fjárhagslegra hagsmuna að gæta.
Stóra dómsmálið þar syðra er eingöngu með namibískum sakborningum, eins og tilfallandi rakti í bloggi. Þar er ekki réttað yfir Samherja heldur namibísku stjórnarfari.
Líferni Jóhannesar og um leið trúverðugleiki hans sem heimildar er þekkt. En ekki á RÚV sem spinnur enn frásögn um að héraðssaksóknari sé á lokametrunum með rannsókn á ásökunum Jóhannesar á hendur Samherja. Samkvæmt RÚV var Namibíurannsókn að ljúka í nóvember fyrir tveim árum. Í fyrradag heitir það á RÚV að rannsóknin ,,sé langt komin". Fréttin er brandari; RÚV segir fyrir tveim árum að Namibíurannsókn sé um það bil að ljúka. Samsærisbrandari í formi frétta er sérgrein RÚV-ara.
Í byrlunar- og símamálinu voru sex blaðamenn með stöðu sakborninga frá febrúar 2022 til september í ár. Það þótti voðalega langur tími og reyndi á sálarlíf viðkomandi, samkvæmt fjölda frétta. Í Namibíumálinu eru níu með stöðu sakborninga frá 2019 en það eru engar fréttir um að þeim kunni að þykja óþægilegt að sitja í fimm ár undir ásökunum Jóhannesar og RSK-miðla sem héraðssaksóknari tók góðar og gildar. Engar fréttir eru um að ákæruvald og fjölmiðlar séu i vafasömu samkrulli með ótrúverðugri heimild og teygi lopann til að halda í gíslingu mannorði fólks sem ekki byrlaði, stal engu og afritaði ekkert - heldur vann vinnuna sína.
One Comment on “Jóhannes er fallin stjarna í Namibíu, ekki á RÚV”
Ég þekki svo sem ekkert til þessara Jóhannesar og hversu trúverðugur hann er, það lítur út fyrir það að gaurin hafi verið á einhverju eiturlyfjafylleríi þegar hann vann þarna fyrir Samherja í Namibíu.
Enn að öðru, þá ætti aldrei að blanda þessari skattalaga rannsökn og eiturinni á Páli skipstjóra saman!
Þetta eru algjörlega sitthvor málin.
Ég er nokkuð viss um að Samherjamenn séu engir kórdrengir frekar enn aðrir siðblindir íslenskir viðskiptamenn
Kerfið á Íslandi bíður upp á svona framferði, Ísland elur svona hunda í kippum.
Hvað ætli sé að frétta af einu af óskabörnum þjóðarinnar honum Skúla Mogensen sem sagði sjálfur í viðtali að hann hafi sett aleiguna í Wow Air sandkassa flugfélagið, sefur hann í tjaldi niður í laugardal eða á bekk niður í bæ, ég veit ekki betur enn hann sé uppklappaður stjörnu viðskiptamaður í öllum fjölmiðlum núna í dag og hafi í rauninni ekki tapað neinu?
Fyrir mér öskrar það á mig að kanna hvernig maðurinn gat sagt þetta sem hann sagði eftir fall Wow Air með að hann hafi sett aleiguna í þennann loftkastala og hvernig í andskotanum hann er enn stór í íslensku viðskiptalífi í hinum raunverulega heiðarlega heimi gengur þetta ekki upp, er þetta ekki eitthvað sem fjölmiðlar ættu að skoða, kannski þáttur eins og Kveikur á RUV ætti að kafa ofan í þetta og reyna að komast að hinu sanna, þeir á RUV kunna ýmislegt fyrir sér til að komat yfir upplýsingar og gætu setið fyrir öllum flugfreyjunum sem lágu undir honum, þær gætu haft raunverulega upplýsingar um viðskiptahætti hans?