Trump staðfestir komu sína í hlaðvarpsþátt Joe Rogan

frettinErlent, Trump, ViðtalLeave a Comment

Donald Trump hefur staðfest að hann muni koma fram í Joe Rogan Experience hlaðvarpinu á næstu misserum.

Þetta kemur í kjölfar vaxandi ákalls um að Joe Rogan taki viðtal við Trump í hlaðvarpi sínu sem er það vinsælasta í bandaríkjunum, með yfir fimm milljónir áhorfenda, aðallega á aldrinum 18 til 34 ára, samkvæmt könnun YouGov.

Forsetinn fyrrverandi greindi frá þessu í hlaðvarpinu „Full Send“  með Nelk-strákunum, að hann myndi setjast niður með hlaðvarpsstjóranum Joe Rogan.

Kamala Harris kom fram í kynlífshlaðvarpinu "Call her Daddy" með þáttastjórnandanum Alex Cooper, sem og í "All the Smoke" hlaðvarpinu sem fyrrum NBA-leikmennirnir Stephen Jackson og Matt Barnes stóðu fyrir. Trump hefur áður rætt við hlaðvarpsstjórana Theo Von, Logan Paul og grínistann Andrew Schulz.

Elon Musk, sem er orðinn vinur og helsti stuðningsmaður Trump, setti einnig inn X-færslu að Trump myndi birtist í podcasti Joe Rogan.

Á gær sagði Joe Rogan Podcast í X-færslu: "Viltu sjá @realDonaldTrump á podcastinu?" sem gefur til kynna að viðtalið sé í undirbúning:


Skildu eftir skilaboð