Ótrúleg vanþekking á stjórnskipun landsins

frettinInnlent, Jón Magnússon, Stjórnmál2 Comments

Jón Magnússon skrifar:

Í viðtalsþætti formanna stjórnmálaflokkanna í kvöld kom fram ótrúleg vanþekking á þeim atriðum í stjórnskipun landsins sem snúa að Alþingi og ríkisstjórn. Ekki var annað ráðið, en Bjarni Benediktsson væri sá eini, sem kynni skil á stjórnskipun landsins. 

Það er ekki von á vandaðri lagasetningu frá Alþingi þegar helstu forustumenn stjórnmálanna hafa ekki einu sinni kynt sér stjórnarskrána og  helstu atriði íslenskrar stjórnskipunar í þaula. 

Í fyrsta lagi virtist skorta á að forustumennirnir gerðu sér grein fyrir því hvað felst í þingrofi. Það ætti þó ekki að þurfa að vefjast fyrir neinum. Þegar þing er rofið, þá eru engir þingmenn lengur. Fólkið sem situr á Alþingi núna hefur ekki meira að segja um löggjafarmálefni eftir þingrof en Baldur Breiðholtinu eða Árný í Árbæjarhverfinu.

Frá þeim tíma að forseti rýfur þing eru engir Alþingismenn og þar af leiðandi verða ekki afgreidd fjárlög eða önnur lög. Þessvegna eru líka ákvæði í stjórnarskrá að kosið skuli innan fárra daga svo landið sé ekki lengi þingmannslaust.  

Verulega skorti á að forustufólkið gerði sér grein fyrir hvaða völd og skyldur starfsstjórn hefur. Bjarni Benediktsson tók raunar þá sem voru hvað galnastir í ágæta kennslustund, en dugði samt ekki til. 

Að vanþekkingunni á stjórnskipun landsins frágenginni, þá var þetta um margt ágætur umræðuþáttur og foringjarnir stóðu sig vel að frátalinni Svandísi Svavarsdóttur og Þórhildi Sunnu.

Bjarni Benediktsson náði góðum sprettum og mikið var ánægjulegt að sjá hann á lokametrunum boða eindregna stefnu okkar hægri manna, sem hann gerði frábærlega vel, en hún hefði mátt hljóma og komast að einhverju leyti í framkvæmd öll þau 7 ár sem ríkisstjórnin hefur setið.

Bjarni ásamt Kristrúnu Frostadóttur stóðu sig langbest, en Kristrún var málefnaleg og yfirveguð. Þá komu þau líka sterk inn Sigurður Ingi og Inga Sæland. 

Nú þarf forseti lýðveldisins að ákveða sem allra fyrst hvað skuli gera og vandséð er eftir yfirlýsingar forustumanna mikils meirihluta þingmanna að hún geri annað en að fallast á að þing verði rofið og boðað til kosninga 30 nóvember. 

Já og þá er að láta hendur standa fram úr ermum til að sem flestir kjósi rétt.

2 Comments on “Ótrúleg vanþekking á stjórnskipun landsins”

  1. Höfundur þessa pistils er greinilega hræddur við að Sigmundur sé að taka fylgi frá Sjalfstæðisflokknum. Minnist ekki á hann þó hann hafi staðið sig alveg á pari við aðra sem hann nefnir til sögunnar.
    Sigmundur hafði þó það umfram aðra, að Bjarna undanskildum, að vita hvað starfsstjórn er og var sammála Bjarna með hvernig eðlileg framvinda verður.
    Það verður hinsvegar að taka undir með höfundi að vanþekking sumra á því sem þeir starfa við kom verulega á óvart.

  2. Höfundur þessa pistils hefur ekki samvisku eða gáfur til að gera sér grein fyrir aðal vandamálinu sem snýr að þessum bjánum sem hafa verið að vinna eintóman skaða á íslenskri þjóð og íslensku samfélagi!

    Það mætti kjósa einu sinni í viku eða einu sinni í mánuði, það myndi ekki breyta neinu. Þetta dót er samviskulaust, siðblint, heimskt rusl og ekkert annað. Á þessum 16 árum frá síðasta hruni hefur ástandið nánast á öllu í íslensku samfélagi bara versnað það er ekki einn einasti þingmaður komið fram á þessum tíma með skynsama hugsun dugnað eða heiðarleika.

    Sveiattann!!!

Skildu eftir skilaboð