Jón Magnússon skrifar:
Mikil og óvænt tíðindi, að Sigríður Andersen botnfrosið vesturbæjaríhald skuli segja skilið við Sjálfstæðisflokkinn og ganga til liðs við Miðflokkinn.
Í síðasta prófkjöri leið Sigríður fyrir að vera helsti málsvari frelsisins innan Sjálfstæðisflokksins í Kóvíd fárinu. Áður hafði hún verið neydd til að segja sig frá embætti dómsmálaráðherra fyrir engar sakir. Nauðsyn bar þá til, að flokksforustan gætti pólitískra hagsmuna Sigríðar, en hún gerði það ekki og uppskeran er samkvæmt því.
Annað sem mátti eiga von á miðað við stöðu og styrk Flokkseigendafélagsins voru þau dapurlegu úrslit, að Jón Gunnarsson skyldi lúta í lægra haldi fyrir varaformanninum, sem þurfti að færa sig um set úr sínu kjördæmi í annað til að eiga kost á endurkjöri.
Sérkennilegt að formaðurinn skyldi vera tilbúinn til að fórna einum af sínum traustasta stuðningsmanni í stað þess að leysa hnútinn með því að taka sjálfur áhættu með því að færa sig í 5 sætið á listanum. En það gerði hann ekki og því fór sem fór.
Gleðifregnin var sú, að Ólafur Adolfsson sem er dæmigerður Sjálfstæðismaður af gamla skólanum atvinnurekandi, "self made man" sem aldrei var mulið undir, skuli hafa náð forustusætinu í Norðvestur kjördæmi. Það er virkilega ljósið í myrkri dagsins.
Eftir úrslit dagsins missa þeir Ásmundur Friðriksson, Birgir Þórarinsson og Jón Gunnarsson þingsæti sín. Allir ötulir talsmenn skynsemi í hælisleitendamálum og öðrum málum. Jón Gunnarsson sýndi það heldur betur á ráðherraárum sínum sem dómsmálaráðherra, en flokkseigendafélagið þakkar honum það ekki.
Eftir þessa uppstillingu er Sjálfstæðisflokkurinn í töluverðum vanda og sá vandi gæti aukist, þegar framboðslistar í Reykjavík birtast. Það ríður á að kjörnefnd tali ekki bara við bergmálshellinn sinn heldur skoði hvað hægra fólki finnst skipta mestu máli í dag og taki tillit til þess.
One Comment on “Hvert stefnir?”
„Í síðasta prófkjöri leið Sigríður fyrir að vera helsti málsvari frelsisins innan Sjálfstæðisflokksins í Kóvíd fárinu. Áður hafði hún verið neydd til að segja sig frá embætti dómsmálaráðherra fyrir engar sakir“
Ég get ekki annað enn hlegið að þessari greiningu þinni Jón Magnússon!
Sigríður Andersen er EKKI málsvari frelsis fyrir að taka fram fyrir hendurnar á hæfnisnefndini um skipan dómara í Landsrétt.
Hún dró fram gamalkunnar aðferðir síns einræðis-fasistaflokks sem hafði stundað þessar aðferðir í marga áratugi þar á undan.
Jón Magnússon, ég er ekki hissa á þessari greiningu þinni á frímúrrara systur þinni henni Sigríði, enda ert þú Jón Magnússon með lögmannsréttindi í siðblindu eins og flestir kollegar þínir.