Geir Ágústsson skrifar:
Er vænlegt fyrir frambjóðendur til kosninga að hafa skilið eftir sig sviðna jörð, gjaldþrot og heilsufarshörmungar?
Ekki get ég svarað því en hitt er ljóst að enginn skortur er á nákvæmlega svona frambjóðendum til Alþingiskosninga í nóvember.
Landlæknirinn, Alma, vill gerast oddviti hjá Samfylkingunni og sennilega heilbrigðismálaráðherra ef hún nær inn á þing. Þar getur hún staðið í vegi fyrir öllum tilraunum til að gera upp veirutímana og þær afleiðingar sem landsmenn kljást ennþá við vegna aðgerða stjórnvalda: Gríðarlega há umframdauðsföll, fækkun fæddra barna og fjáraustur úr hvers kyns sjúkrasjóðum.
Yfirlöggan, Víðir, sem er þekktastur fyrir það undanfarið að skerða aðgengi að heilum bæ að nauðsynjalausu, vill líka komast á þing. Þetta er maðurinn sem bannaði ungu fólki að hittast en hélt svo sjálfur partý í eldhúsinu og náði sér þar í veirusmit og margir aðrir.
Borgarstjórinn fráfarandi, Dagur, lætur nú kanna áhuga á sjálfum sér til þings. Hann skildi eftir sig borg á hvínandi kúpunni (auk annarra vandræða) og þar reyna nú aðrir að halda uppi þjónustu fyrir lánsfé og vonast eftir kraftaverki. Á meðan þarf að skerða opnunartíma, rýma heilu húsin og fægja grænu skófluna sem var veitt fyrir ónýtan (en regnbogavottaðan) leikskóla.
Það virðist því efla metnað fólks að hafa skilið eftir sig sviðna jörð. Uppstillinganefndir falla væntanlega einhverjar fyrir því - þetta eru jú þjóðþekkt nöfn sem þarf lítið að auglýsa - en hvað ætli kjósendur segi?
3 Comments on “Frambjóðendur og sviðin jörð”
Við segjum nei takk.
Alma er prýðisdæmi um fólk sem er alltaf í framapoti í leit að endalausri viðurkenningu. Hún er hvergi í starfi til að láta gott af sér leiða, heldur einungis til þess að fá kórónu á höfuðið. Burt með svona pakk.
Í heljargreipum lýðræðis heimskra kjósenda.
Það er eitt að bjóða fram fólk sem hefur sett Íslandsmet allskonar í þjóðhagslegu tjóni. En til þess að koma því í valdastóla þarf fávísa, vitlausa, heimska, trúgjarna og eða illa þenkjandi kjósendur.
Íslendingar geta svo sem púllað bresku og frönsku kosningarnar og tekið mark á RÚV og þannig í stað þess að kjósa lýðræðisöfl sem boða breytingar og takmörkun ríkisbáknsins og höfða til einstaklingsfrelsi og ábyrgðar, að þá verður Samfylkingin kosin til forystu. Fagurgalinn mun fölna fljótt eftir kosningar og kjósendur munu verða jafn hissa og öll hin skiptin.
Lýðræðisflokkurinn og Miðflokkur eru einu valkostirnir nú sem hafa innanborðs næga þekkingu og pólitískan vilja til að gefa Íslendingum frelsi á ný.
Þar sem kjósendur eru flestir eins og að ofan er rakið að þá er líklegast að ný ríkisstjórn glati sjálfstæði landsins á mettíma með skuldasöfnun og framsali ákvarðanavalds Alþingis til spilltra alþjóðastofnana.
Guð blessi Ísland.