Eiríkur Bergmann segir uppgjörið við Covid aðgerðir framundan: „ekki endilega jákvætt fyrir stjórnvöld“

frettinCOVID-19, InnlentLeave a Comment

Ei­rík­ur Berg­mann, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði, segir í viðtali við mbl.is að Samfylkingin sé að taka vissa áhættu með því að velja þau Ölmu Möller og Víðir Reynisson á lista flokksins.

Verið sé að reyna að styrkja listana með því að fá til sín þekkt and­lit. En hvort það skili já­kvæðum ár­angri sé ekk­ert endi­lega víst.

„Svo hef­ur það ýmis áhrif, það á eft­ir að koma í ljós hvort til dæm­is Sam­fylk­ing­in njóti þess að tveir þriðju af þríeyk­inu svo­kallaða séu kom­in í þeirra raðir. Þar með er Sam­fylk­ing­in auðvitað að leggja bless­un sína á þær aðgerðir sem farið var í að sín­um tíma en upp­gjörið við þær aðgerðir er eft­ir. Maður sér að það er aðeins að byrja að fara af stað og það er ekk­ert víst að það upp­gjör verði stjórn­völd­um mjög já­kvætt. Það alla­vega ligg­ur ekki ljóst fyr­ir. Þannig það er viss áhætta fólg­in í þessu,“ segir Eiríkur.

Viðtalið í heild sinni má lesa hér.

Skildu eftir skilaboð