Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir í viðtali við mbl.is að Samfylkingin sé að taka vissa áhættu með því að velja þau Ölmu Möller og Víðir Reynisson á lista flokksins.
Verið sé að reyna að styrkja listana með því að fá til sín þekkt andlit. En hvort það skili jákvæðum árangri sé ekkert endilega víst.
„Svo hefur það ýmis áhrif, það á eftir að koma í ljós hvort til dæmis Samfylkingin njóti þess að tveir þriðju af þríeykinu svokallaða séu komin í þeirra raðir. Þar með er Samfylkingin auðvitað að leggja blessun sína á þær aðgerðir sem farið var í að sínum tíma en uppgjörið við þær aðgerðir er eftir. Maður sér að það er aðeins að byrja að fara af stað og það er ekkert víst að það uppgjör verði stjórnvöldum mjög jákvætt. Það allavega liggur ekki ljóst fyrir. Þannig það er viss áhætta fólgin í þessu,“ segir Eiríkur.
Viðtalið í heild sinni má lesa hér.