Þórunn í bílskúrinn

frettinInnlent, Kosningar, StjórnmálLeave a Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Fyrsti þingmaður Samfylkingar í Kraganum, Þórunn Sveinbjarnardóttir, hrapar niður í þriðja sæti lista flokksins fyrir komandi þingkosninga. Þingmaðurinn segir gjaldfellinguna að eigin ósk, vegna „kröfu um endurnýjun.“ Stefán Einar Stefánsson blaðamaður deilir frétt Vísis af þeim fáheyrðu tíðindum að þingmaður afsali sér ráðherrastól í skotfæri. Stefán Einar skrifar færslu á Facebook:

„Af hverju getur fólk ekki einfaldlega sagt satt í þessum aðstæðum? Þetta er eins og þegar augljóslega brottreknir forstjórar halda því fram að þeir hafi allt í einu fundið fyrir óstjórnlegri þörf fyrir að taka til í bílskúrnum heima hjá sér.“

Þórunn varð þingmaður ári fyrir aldamótin og gerði garðinn frægan sem umhverfisráðherra í hrunstjórninni 2007-9. Frægust varð hún þó fyrir ummæli sem hún lét falla í fréttaviðtali á RÚV eftir hrun á Austurvelli. Þórunn talaði þar máli ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. og ónafngreindur vegfarandi kallaði tvisvar inn í viðtalið „óþjóðalýður“. Á hljóðupptöku mátti heyra viðbrögð Tótu:

„Segðu frænda þínum að hoppa upp í rassgatið á sér.“

Hrunárin kölluðu fram það besta í vinstrimönnum. Þórunn tók sér hlé frá þingmennsku síðasta áratug, fékk launað starf hjá Samfylkingu og síðar formennsku í stéttafélaginu BHM. Fyrir þrem árum hófst seinna þingmennskutímabilið. Þóra lagði Guðmund Andra rithöfund í baraáttunni um fyrsta sætið í Kraganum.

En nú, sem sagt, ákveður Þórunn að gefa frá sér, „ekki undir neinum þrýstingi“, oddvitasætið í Kraganum. Ástæðan er „ákall um endurnýjun“. Ef svo er; hvers vegna endurnýjaði þingmaður sig ekki neðar á listann? Þriðja sætið gæti orðið baráttusæti en líklega þó ávísun á varaþingmennsku.

Þórunn valdi sjálf bílskúrinn, segir hún. Þar ígrundar hún, fjarri öllum hljóðnemum, hver ætti að hoppa hvert.

Skildu eftir skilaboð