Ísraelar hefja árásir á Íran: tilkynnt um sprengingar í Teheran

frettinErlent, StríðLeave a Comment

Ísra­elski her­inn hóf eld­flauga­árás­ir á Íran fyrr í kvöld. Spreng­ing­ar hafa heyrst nærri höfuðborg­inni Teher­an.

Tekið er fram að um sé að ræða svar við end­ur­tekn­um árás­um klerka­stjórn­ar­inn­ar í Íran gegn Ísra­els­ríki á und­an­förn­um mánuðum.

Ísraelska varnarliðið (IDF) kveðst vera að framkvæma „nákvæmar árásir á hernaðarleg skotmörk“  Írans og birti eftirfarandi yfirlýsingu á samfélagsmiðlum:

Til að bregðast við margra mánaða samfelldum árásum stjórnvalda í Íran gegn Ísraelsríki — nú stundar varnarlið Ísraels nákvæmar árásir á hernaðarleg skotmörk í Íran.

Stjórnin í Íran og umboðsmenn hennar á svæðinu hafa stanslaust ráðist á Ísrael síðan 7. október — á sjö vígstöðvum — þar á meðal beinar árásir frá írönskum jarðvegi.

eins og hvert annað fullvalda ríki í heiminum hefur Ísraelsríki rétt og skyldu til að bregðast við.

Varnar- og sóknargeta okkar er að fullu virkjað.

Yfirlýsingunni lauk með því að segja að þeir muni „gera allt sem þarf til að verja Ísraelsríki og Ísraelsmenn“.

Bandaríkin taki ekki þátt í árásunum

CNN hefur eftir bandarískum embættismanni að Bandaríkin taki ekki þátt í árásum Ísraels á Íran.

„Okkur skilst að Ísrael sé að beina árásum að hernaðarlegum skotmörkum í Íran í sjálfsvarnarskyni eftir árás Íran 1. október,“ sagði Sean Savett, talsmaður bandaríska þjóðaröryggisráðsins í Hvíta húsinu, í yfirlýsingu.

CNN hefur þó eftir heimildarmönnum að bandarísk stjórnvöld hafi verið upplýst um áform Ísraela áður en árásirnar voru gerðar.

Netanjahú í neðanjarðarbyrgi

Ísraelar virðast búa sig undir mögulegar gagnárásir og hafa hvatt fólk til að vera á varðbergi.

Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels og Yoav Gallat varnarmálaráðherra Ísraels eru komnir í neðanjarðarbyrgi í höfuðstöðvum varnarmálaráðuneytisins í Tel Aviv, að því er ísraelska fréttablaðið Israel Hayom greinir frá.

Skildu eftir skilaboð