Trump mætti í þriggja tíma viðtal hjá Joe Rogan í gærkvöldi – „internetið fór á hliðina“

frettinErlent, Trump, ViðtalLeave a Comment

Donald Trump ferðaðist til Austin, Texas í gærkvöld  til að taka upp viðtal við vinsæla hlaðvarpstjórnandann Joe Rogan. Viðtalið var tekið upp í myndveri Rogan's í Austin.

Trump fór yfir víðan völl í viðtalinu, eins og þegar hann starfaði áður sem forseti, efnahagsmál, stríð, landamæri, ólöglegir innflytjendur, árásir demókrata sem áður studdu hann, niðurrifsherferðir gegn honum, velgengnin í kosningabaráttunni og margt fleira.

Rogan státar af áhorfendum upp á 15,7 milljónir fylgjenda - fleiri en íbúar nokkurs af barátturíkjunum sex á þessu ári. Rogan er einnig með 17,5 YouTube áskrifendur og 19,3 milljónir Instagram fylgjendur.

Kamala Harris afþakkaði boð Joe Rogan í viðtal.

Vestanhafs segja menn að viðtalið hafi „sett internetið í hliðina,“ það var birt í heild sinni á YouTube rás Rogan og hefur nú þegar fengið yfir 9 milljón áhorf á innan við sólarhring.

Viðtalið í heild má sjá hér neðar.

Skildu eftir skilaboð