Svindlarar auglýsa 66° Norður fatnað á „rýmingarsölu“

frettinInnlentLeave a Comment

Erlendir net svindlarar hafa sett af stað markaðsherferð á samskiptamiðlunum Facebook og Instagram, þar sem þeir auglýsa fatnað frá íslenska fastamerkinu 66° Norður.

Boðið er upp á lúxus fatnaðinn á „rýmingarsölu„ á mjög lágu verði, má þar nefna úlpurnar vinsælu Parka glacier og Jökla úlpurnar á 90% afslætti, ásamt peysum, húfum, vestum og ýmsum varning frá vörumerkinu.

Við fyrstu sín virðist síðan líta út eins og sölusíða frá 66° norður, en þegar hlekkur er skoðaður, þá vísar hann í 66-sale.shop, en hið rétta lén er 66north.com, segir markaðsstjóri þegar fréttamaður hafði samband við fyrirtækið, og harmar jafnframt þessi svik sem oft eru illviðráðanleg þegar kemur að netviðskiptum.

Það sem verra er að svindlararnir komast oft í kortaupplýsingar hjá kaupendum, og ber því að vara sterklega við að nota kortið á slíkum síðum og góð regla er að líta ávalt á hlekk sölusíðunnar og sannreyna hvort viðkomandi fyrirtækið noti lénið, ásamt því að kanna hvaða netfang er gefið upp.

Í þessu tilfelli er netfangið [email protected], sem einnig sýnir að um svik sé að ræða.

Ef einhverjir hafa verið svo óheppnir að verða fyrir barði svindlaranna og að verslað á síðunni, ættu þeir að loka korti sínu hið snarasta og tilkynna um svikin til bankans.

Þá er einnig mikilvægt að "reporta" hvers kyns svindl til Meta ef að grunsemdir um svikastarfsemi sé að ræða.

Síðuna má skoða hér og facebook síðu svindlaranna má finna hér.

Skildu eftir skilaboð