Á mánudaginn settust Jim Hoft, ritstjóri og útgefandi The Gateway Pundit, og blaðamaðurinn Patty McMurray niður með UOCAVA sérfræðingi og eftirlitsmanni öryggismála Heather Honey.
(Hér er hægt að horfa á viðtalið.)
Í viðtalinu var rætt um hugsanlega áhættu af því að leyfa erlendum kjósendum utan hersins að kjósa í kosningum Bandaríkjanna án þess að þurfa að sanna deili á sér eða jafnvel sýna fram á ríkisborgararétt í mörgum tilfellum.
Patty McMurray greinir frá því að yfirlýst markmið DNC um að vinna atkvæði um það bil 9. milljóna Bandaríkjamanna í gegnum vefsíðu sína Democrats Abroad sé ómögulegt, í ljósi þess að samkvæmt nýlegri skýrslu FVAP sem birt var á vefsíðu alríkisstjórnarinnar, eru aðeins 4,4 milljónir bandarískra ríkisborgara búsettir erlendis, og aðeins 2,8 milljónir þeirra eru á kosningaaldri.
Reuters skrifaði nýlega um áætlun DNC um að eyða 300.000 dollurum til að skrá „9 milljónir“ UOCAVA kjósendur fyrir kosningarnar 2024. Samkvæmt ríkisstjórnarvef FVAP eru aðeins 2,8 milljónir kosningabærra UOCAVA-kjósenda.
Starfa fyrir Íslamska byltingarvörðinn
Þann 27. september 2024 aflétti bandaríska dómsmálaráðuneytið ákæru á hendur írönskum ríkisborgurum sem starfa fyrir IRGC (Íslamska byltingarvörðurinn) og sakar þá um að hafa reynt að hafa afskipti af komandi kosningum. Skýrslan fjallar um írönsku tölvuþrjótana sem gátu hakkað sig inn á reikninga núverandi og fyrrverandi bandarískra embættismanna, fjölmiðlamanna, frjálsra félagasamtaka og einstaklinga sem tengjast bandarískum stjórnmálaherferðum.
Ákæran staðfestir að nýjasta innbrotsárás meðlima IRGC, hluta af áframhaldandi viðleitni Írans til að ýta undir ósætti, rýra traust á bandarísku kosningaferlinu og afla sér með ólögmætum hætti upplýsingar sem tengjast núverandi og fyrrverandi bandarískum embættismönnum.
Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfestir í ákærunni að þessi illgjarna hegðun hafi byrjað einhvern tíma í kringum janúar 2020 og haldi áfram í að minnsta kosti til september 2024.
Í viðtalinu við Heather Honey, minntist hún á atvik sem átti sér stað árið 2020 þar sem íranskir tölvuþrjótar komu við sögu.
Í nóvember 2021 bauð FBI verðlaun upp á 10 milljónir dollara fyrir upplýsingar um starfsemi tveggja íranskra ríkisborgara, Seyyed Mohammad Hosein Musa Kazemi og Sajjad Kashian.
Trufluðu kosningarnar 2020
Íranarnir tveir trufluðu forsetakosningarnar 2020 og tókst þeim vel í viðleitni sinni til að fá aðgang að upplýsingum um kjósendur frá einni kosningavefsíðu ríkisins í Alaska.
Íranarnir voru meðal annars ákærðir fyrir tölvuinnbrot, hótanir við kjósendur og hótunarbrot milli ríkja fyrir meinta þátttöku þeirra í margþættri herferð, sem miðaði að því að hafa áhrif á og trufla forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020.
Írönsku tölvuþrjótarnir eru sagðir hafa komist yfir kjósendaupplýsingar frá að minnsta kosti einni kosningavefsíðu, og sent tölvupóstskeyti sem innihélt hótanir til kjósenda og til að hræða kjósendur, búið til og dreift fals upplýsingum um kosningarnar og kosningaöryggi, og fengið aðgang að og reynt að fá aðgang, án leyfis að tölvukerfi nokkurra netmiðlastofnana og fylkja í Bandaríkjunum. Þetta átti sér stað frá að minnsta kosti frá ágúst til nóvember 2020.
Auðveldlega hægt að stela skráningargögnum
Hópur íranskra tölvuþrjótanna er sagður hafa hlaðið niður átakanlegu myndbandi á sínum tíma sem leiddi í ljós hversu auðveldlega er hægt að stela skráningargögnum kjósenda, sem notuð eru til að búa til falsaða kjósendur inn á skráningarvef UOCAVA og síðan breytt í kjósendur.
Dómstóll í New York gaf nýlega út þessa innsigluðu ákæru frá 20. október 2021 og hefur verið mikill hiti að undanförnu vestanhafs vegna málsins.
Frá ákærunni í október 2021 málið var falið bandarískum almenningi þar til í september á þessu ári.
Myndabandi sem írönsku tölvuþrjótarnir deildu, sýnir skrár með kjósendagögnum sem stolið var frá mörgum ríkjum, þar á meðal Alaska.
Í ákærunni gerir bandaríski dómsmálaráðherrann Damian Williams lítið úr mikilvægi myndbandsins sem írönsku tölvuþrjótarnir deildu og virðist ríkisstjórnin jafnframt gera lítið úr þeirri alvarlegu ógn sem myndbandið sýnir um kosningaöryggi þjóðar.
Meira um málið má lesa hér.
Viðtalið má sjá hér neðar: