Trump Media & Technology Group er nú metin á yfir 10 milljarða dala eftir að hlutabréf þess hafa meira en fjórfaldast síðan í lok september.
Á sama tíma er X Holdings í eigu Elon Musk, metið á um 9,4 milljarða dollara, miðað við nýjasta verðmæti sem fjárfestingarhópurinn Fidelity úthlutaði í fyrirtækinu, sem áður hét Twitter.
Hlutabréf Trump Media, eða TMTG, hafa tilhneigingu til að hreyfast meira með endurkjörslíkum Trump og fjárfestar hafa séð tækifæri í miðlinu eftir því sem líkurnar aukast á að hann verði forseti á ný.
Á þriðjudag hækkuðu hlutabréfin um tæp 9% og endaði í 51,51 dali, ofan á 22% hækkun á mánudag. Hlutabréfin hreyfðust svo mikið að viðskipti voru stöðvuð nokkrum sinnum um morguninn.
Trump stofnaði TMTG eftir að hann var bannaður á Twitter og Facebook í kjölfar óeirðanna í Capitol 6. janúar 2021. Hann á um 57% í fyrirtækinu en kemur ekki nálægt rekstri þess.
Truth Social er nú orðin stærri en mörg af stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna eins og: Caesars Entertainment, Match Group, Walgreens Boots Alliance og Hasbro sem er framleiðandi Monopoly leiksins.
New York post greinir frá.