Ruslið, Trump og Sovét-Bandaríkin

frettinErlent, Páll Vilhjálmsson, Stjórnmál, TrumpLeave a Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Biden forseti Bandaríkjanna kallar stuðningsmenn Trump rusl. Skoski stjörnusagnfræðingurinn, Njáll Ferguson, segir Bandaríkin á sömu vegferð og Sovétríkin rétt áður en þau hrundu fyrir rúmum 30 árum. Fólkið sem Biden kallar rusl er örvæntingarfullt, einkum karlpeningurinn, og ríkulega haldið sjálfseyðingarhvöt er birtist í drykkju, dópneyslu og sjálfsmorðum. Alveg eins og karlarnir í Sovétríkjunum á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar.

Í fyrirlestri Ferguson eru dregnar samlíkingar milli þjóðfélagsástandsins í Sovétríkjunum sálugu og Bandaríkjunum í dag. Tölfræðin sem Ferguson vísar í dregur upp þá mynd að stórir þjóðfélagshópar, einkum karlar, hafa gefist upp á samfélaginu og hverfa inn í dimmu drykkju, fíkniefna og sjálfsvíga. Á síðustu tíu árum hafa 1,2 milljónir Bandaríkjanna sálgað sér á þennan hátt - fleiri en dóu í kófinu.

Hagvöxturinn í Bandaríkjunum blekkir, segir Ferguson, hann sé knúinn áfram af opinberri íhlutun sem ekki sé sjálfbær.

Kommúnistar stjórnuðu Sovétríkjunum en Demókrataflokkurinn Bandaríkjunum er kjarninn í samlíkingu sagnfræðingsins. Vellauðug elíta styður Demókrataflokkinn, sem vill skammta kjöt, eldsneyti og rafmagn til að bjarga heiminum frá hlýnun. Elítan er ekki í neinu sambandi við allan almenning, ekki frekar en kommúníska elítan var í tengslum við sovéskan almenning. Kommúnistar stjórnuðu fjölmiðlum í Sovétríkjunum; demókratar í Bandaríkjunum. Undantekningin sé Elon Musk, sem keypti Twitter, endurskírði sem X og gaf orðið frjálst.

Hnignunin, mæld í lækkandi lífslíkum er skýr, þótt vestrið sé ekki enn jafn langt leitt og Sovétríkin, segir Ferguson.

Ruslið, sem Biden kallaði svo, er fólk sem afþakkar Sovét-Bandaríkin og kýs Trump. Lái þeim hver sem vill.

Hér má sjá skemmtilegt uppátæki Trump sem svar við merkimiðum Biden aðeins einum degi eftir að hann kallaði forsetann fyrrverandi „rusl.“

Trump ávarpar stuðningsmenn sína klæddur fatnaði sorphirðumanna í Wisconsin.

Skildu eftir skilaboð