Kæru lesendur og stuðningsfólk Fréttarinnar.
Það gleður okkur mikið að greina frá því að eftir að við sendum út ákall þann 3. desember síðastliðinn, þá hafa bæst við þónokkrir áskrifendur og hvatningarskilaboðin hafa ekki látið á sér standa. Við erum virkilega hrærð og auðmjúk yfir þessum velvilja og stuðning. Ljóst er að Íslenska þjóðin telur Fréttina eiga fullt erindi á fjölmiðlamarkaði og óhætt að segja að við höfum stimplað okkur rækilega inn.
Það er gaman að segja frá því að þrátt fyrir að hafa ekki sett neitt inn á miðilinn í heilan mánuð, þá hefur aðsókn inn á miðilinn verið ótrúlega mikil eins og má sjá á skýrslunni sem ég læt fylgja hér með. Þar kemur fram að undanfarna viku eða frá 29. des-4 janúar, þá hafa heimsóknir mælst yfir 3000 og flettingar tæpar 5000, kerfið sýnir bara grænar tölur upp á við, sem segir að miðilinn lifir enn góðu lífi og alls ekki dauður úr öllum æðum.
Þá er gaman að segja frá því að fjórir mismunandi aðilar hafa haft samband og sýnt áhuga á að kaupa miðilinn í heilu lagi eða hlutafé í fyrirtækinu. Fyrstu viðræður fara fram í næstu viku. Okkur langar að leyfa áskrifendum að taka þátt í þessum viðræðum, með þeim hætti að senda okkur erindi um hvað fólk vill helst sjá, hvað má bæta eða gera betur, hvort fólk myndi vilja sjá meira af þáttum í mynd og hugsanlega útvarp. Þetta er allt í skoðun og þegar að fleiri hendur koma að verkefninu, þá verður afkastagetan auðvitað meiri og fjölbreyttari.
Einn af þessum fjárfestum finnst mikilvægt að ég sitji áfram í ritstjórn ef við seljum miðilinn, það væri líka gott að fá ykkar skoðun á því.
Við ætlum því að gefa þessu séns, Fréttin á það skilið og þú lesandi góður átt það skilið.
Við þökkum innilega fyrir alla hlýjuna og velviljann, þetta er jú það sem heldur okkur gangandi, því að synda á móti straumnum getur reynst erfitt oft á tíðum og þá er það hvatningin og samstaðan sem skiptir öllu máli.
Við horfum því björtum augum til framtíðar, spennandi tímar í fjölmiðlaheiminum fyrir þá sem að óttast ekki að segja sannleikann og opinberra fleiri hlíðar sem er nauðsynlegt fyrir öll lýðræðissamfélög og hornsteinninn sem heldur okkur gangandi.
Það eru því komnar inn nokkrar ferskar greinar í dag, verið velkomin.
Gleðilegt nýtt ár!
Kær kveðja
Ritstjórn