Justin Trudeau ætlar að segja af sér á flokksþingi Frjálslynda flokksins á miðvikudag

frettinErlentLeave a Comment

Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Frjálslynda flokksins í þessari viku. Trudeu hefur lengið verið nefndur vonarstjarna glóbalistans Klaus Schwab.

Þessi ákvörðun myndi hefja leiðtogakapphlaup um að leysa hann af hólmi sem forsætisráðherra.

Ýmsar blikur hafa verið á lofti um að Trudeau væri að missa stuðning, og hefur flokkur hans beðið afhroð í könnunum að undanförnu, og má því segja að glóbalismi sé nokkuð sem almenningur afneitar og ekki tilbúin að beygja sig undir.

Reuters greinir frá að reiknað sé með að Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tilkynni fljótlega að hann muni segja af sér sem leiðtogi Frjálslynda flokksins.

Ekki er þó vitað með vissu hvenær Trudeau muni tilkynna áform sín um að fara en búast má við því að það gerist í síðasta lagi fyrir landsfund á miðvikudag.

Hvort Trudeau muni hætta störfum strax eða halda áfram þar til nýr leiðtogi hefur verið valinn, mun koma í ljós.

„Trudeau tók við sem leiðtogi Frjálslynda flokksins árið 2013 þegar flokkurinn var í miklum vandræðum og var kominn niður í þriðja sæti í neðri deild breska þingsins í fyrsta skipti.

Brotthvarf Trudeau myndi skilja flokkinn eftir án varanlegs oddvita á sama tíma og skoðanakannanir sýna að Frjálslyndir munu tapa illa fyrir Íhaldsflokknum í kosningum sem munu fara fram í lok október.

Skildu eftir skilaboð