Musk segir að Starmer verði að segja af sér vegna fjöldanauðgunarhneykslis

frettinErlentLeave a Comment

Elon Musk, segir á X að Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, verði að segja af sér vegna múslimskra nauðgunargengja sem hafa markvisst nauðgað og misþyrmt stúlkubörnum víðsvegar um landið. Málið hefur valdið mikilli reiði í Bretlandi, en lögreglan er m.a. sökuð um að hylma yfir glæpi þar sem yfir 250.000 stúlkunum var nauðgað og haldið föngnum af mönnunum.  Stúlkurnar eru á aldrinum 11-17 ára.

Musk tjáði sig í einni færslu um að innanríkisráðuneytið hefði hvatt lögregluna árið 2008 til að rannsaka ekki kynferðislega misnotkun á stúlkum undir lögaldri í ljósi þess að þær hefðu veitt „upplýst samþykki“ þrátt fyrir að vera undir sjálfræðisaldri.

„Starmer verður að fara. Hann er þjóðarskömm,“ skrifaði hann.

Gengin hafa breytt úr sér víðsvegar um Bretland, þar sem karlmenn eru aðallega af pakistönskum uppruna, hafa nauðgað stúlkum í viðkvæmum stöðum á síðustu þrjátíu árum. Margvíslegum óháðar rannsóknir sem benda til kerfislægra mistaka við að rannsaka glæpina. Samkvæmt þremur aðskildum skýrslum sem birtar voru 2013, 2014 og 2015, völdu bæði stjórnmálamenn á staðnum og lögregla að hylma yfir nauðganirnar, að hluta til af ótta við að það yrði litið á það sem „rasískt“ að draga gerendurna fyrir rétt.

Nútíminn greinir einnig frá málinu, þar sem segir að mjög fáir hafa þurft að sæta ábyrgð af einhverju tagi vegna þessa hræðilega máls og enginn ráðamaður eða lögreglumaður hefur þurft að sæta alvöru refsingu fyrir þátt sinn í að breiða yfir það sem líklega stærsta kynferðisbrotamál sögunnar.

Elon Musk hefur verið mjög stóryrtur á miðli sínum X en þar segir hann meðal annars að ekki sé hægt að kæra fyrir alvarlega glæpi nema með leyfi CPS, einskonar ríkissaksóknara Englands.

Þá spyr hann hver hafi verið yfir því embætti árin 2008 til 2013 og svarar eigin spurningu þegar hann nefnir núverandi forsætisráðherra Bretlands, Keir Starmer.

Þrír af ódæðismönnum.

Musk ræddi einnig við breska fjölmiðla og stjórnmálamenn vegna nauðgunargengjanna og annarra mála. Hann ítrekaði kröfur sínar um að hægrisinnaði aktívistinn Tommy Robinson, sem var fangelsaður í Englandi vegna vanvirðingar á dóminum, yrði látinn laus. Þá gagnrýndi hann harðlega þöggun á málinu og gaf í skyn að breskir fjölmiðlar væru líka samsekir í að þagga niður í „nauðgunargengi“ og kynferðislega misnotkun á börnum, sem yfirvöld hafa reynt að hylma yfir nú um langa hríð.

Skildu eftir skilaboð