Flestir sundgestir kjósa fjölbreytt framboð gufubaða fyrir öll kyn

frettinFréttatilkynning, InnlentLeave a Comment

Menningar- og íþróttasvið Reykjavíkur framkvæmdi nýverið könnun á viðhorfum sundlaugagesta til gufubaða í sundlaugum Reykjavíkur. Markmiðið er að skilja betur viðhorf gesta til þessarar þjónustu, svo þau megi verða stjórnendum leiðarljós við ákvarðanatöku, sem leiðir til betri upplifunar sundgesta.

Könnunin var framkvæmd í öllum sundlaugum Reykjavíkurborgar dagana 4. – 16. desember 2024. Alls tóku 727 gestir þátt í könnuninni og voru um 84% þeirra fastagestir, sem koma einu sinni í viku í sund eða oftar. Þátttaka var ágæt í öllum aldurshópum en um 86% svarenda voru eldri en 25 ára.

Vert er að taka fram að þjónustuframboð er mismunandi eftir laugum, sem eru átta talsins. Blautgufa er í sjö laugum, þurrgufa í fimm laugum og infragufa í tveimur.

Helstu niðurstöður 

Mynd 1. Gestir eru mjög ánægðir almennt 

Ánægjulegt er að sjá að um 95% gesta eru ánægðir með sundlaugarnar í Reykjavík:

Mynd 2. Gestir kjósa fremur þurrgufu 

Þegar gestir voru beðnir að velja á milli þurrgufu og infragufu, völdu 70% fremur þurrgufu. Svör voru þó töluvert ólík á milli lauga, sem getur helgast af hvernig gufu fólk er vant:

Mynd 3 og 4. Flestir gestir vilja fjölbreytt framboð af gufuböðum fyrir öll kyn 

Um 75% gesta vilja annað hvort hafa gufuböð fyrir öll kyn eða eru hlutlausir. Munur er þó á svörum á milli lauga og gestir þeirra lauga sem bjóða í dag aðgreindar gufur fyrir konur og karla leggja mun meiri áherslu á það:

Sé fólk beðið að velja á milli fjölbreytts framboðs og kynaðgreindra gufubaða, þá kjósa gestir fjölbreytni í framboði:

Menningar- og íþróttasvið þakkar gestum kærlega fyrir góða þátttöku, álit þeirra skiptir máli.

Skildu eftir skilaboð