Hvers vegna Evrópusambandið?

frettinEvrópusambandið, Innlent, Jón Magnússon, PistlarLeave a Comment

Jón Magnússon skrifar:

Á sama tíma og Evrópusambandið (ES) á í miklum og vaxandi vanda er ríkisstjórn á Íslandi, sem telur á trúarlegum forsendum að mikilvægt sé að Ísland gangi í ES.

Framleiðsla, framleiðni og hagvöxtur í Evrópu er á niðurleið. Fjölda innflutningur fólks hefur lamandi áhrif og ríkisskuldir flestra aðildarríkjanna aukast. Evrópa er meginland sem er í alvarlegri efnahagskreppu.

Í mörg ár hefur stjórnmálastétt Evrópu verið haldin hugmyndafræðilegum ranghugmyndum, sem veldur alvarlegri hnignun. Miðstýrð stjórnsýsla setur regluverk og efnahagsstefnu, sem dregur úr hagvexti og leggur þyngri og þyngri byrðar á framleiðendur og flóknara regluverk. Evrópa dregst aftur úr Bandaríkjunum og fleirum vegna óstjórnar og dyggðaflöggunar fáránleikans.

Mótmæli bænda vítt og breitt um Evrópu á síðasta ári sýna vel hvað skrifstofuveldi ES í Brussel er komið algjörlega úr takt við raunveruleikann og hvað þarf til að hægt sé að stunda arðbæran atvinnurekstur.

Forustlönd Evrópu eiga bæði í efnahagsvanda auk stjórnmálavanda. Stjórnmálastéttin í Frakklandi neitar að horfast í augu við að áframhaldandi skuldasöfnun gengur ekki. Öflugasta ríki ES, Þýskaland stendur frammi fyrir miklum efnahagslegum vandamálum. Ráðandi stjórnmálaöfl í Þýskalandi hafa ekki hugrekki til að yfirgefa stefnu hnignunar og orkuskorts og vilja lappa upp á ónýtt kerfi. Hvaða hagkvæmni getur verið fólgin í því fyrir Ísland að fara í aðildarviðræður við ES þegar þessar staðreyndir blasa við?

Við eigum ekki að ganga í bandalag sem skerðir hagsmuni okkar og kemur í veg fyrir framfarasókn íslensku þjóðarinnar. ES er þar af leiðandi ekki valkostur.

Skildu eftir skilaboð