Kristrún kokgleypir ESB-áróðri um Úkraínu

frettinEvrópusambandið, Innlent, Peningaþvætti, Stjórnmál, Úkraínustríðið3 Comments

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Kristrún forsætis fer nærri að stunda falsfréttamennsku á vef stjórnarráðsins. Þar er haft eftir henni: ,,Ógnir í norðanverðri Evrópu hafa stigmagnast á undanförum misserum, ekki síst í kjölfar árásarstríðs Rússa í Úkraínu."

Norðanverð Evrópa er vanalega skilgreind sem Norðurlönd og eftir atvikum Norður-Atlantshaf. Bretlandseyjar eru gjarnan taldar með. Úkraína hefur aldrei talist til Norður-Evrópu.

Hvers vegna fleiprar Kristrún um ógnir á nærsvæði Íslands vegna Úkraínustríðsins? Ástæðan er að nýorðinn forsætisráðherra kokgleypir áróðri Evrópusambandsins. Í Brussel er sannfæring manna að Úkraínustríðið skipti sköpum fyrir Evrópusambandið - sem fyrst og fremst er meginland Evrópu plús Svíþjóð, Finnland og úteyjan Írland.

Bretland, Noregur, Færeyjar, Ísland og Grænland eru ekki hluti Evrópusambandsins. Þessar þjóðir áttu enga aðild að útþenslu og yfirgangi ESB í austurvegi þar sem úkraínsk stjórnvöld voru véluð til samstarfs.

Rússar eru ekki í landvinningahug í Norður-Evrópu og af þeim stafar engin hætta þjóðum á Norður-Atlantshafi. Bandaríkin, undir forystu Trump, eru aftur áhugasöm að koma ár sinni betur fyrir borð í hafinu í kringum okkur. Skemmst er að minnast orða Trump að hann vilji kaupa Grænland.

Augljóst er hvað fyrir Trump vakir; að treysta varnir Bandaríkjanna á Norður-Atlantshafi. Bandaríkin líta ekki lengur á meginland Evrópu sem kjarnasvæði sitt er verði að halda uppi hervörn fyrir. Nýja línan í Washington er að Evrópa eigi að ráða fram úr eigin vanda. Í raun var þetta stefna Bandaríkjanna allt til byltingarársins 1917 er þáverandi forseti, Woodrow Wilson, ákvað að ganga til liðs við Frakka og Breta í stríði þeirra við Þjóðverja. Eftir seinna stríð ábyrgðust Bandaríkin lönd vestan megin járntjalds. Nú er ekkert járntjald í Evrópu, aðeins stórveldahagsmunir; Rússlands annars vegar og hinsvegar ESB. Bandaríkin ætla ekki að skipta sér af.

Skilji Kristrún lítt hvar raunverulegir öryggishagsmunir Íslands liggja er utanríkisráðherra hennar hálfu sljórri. Þorgerður Katrín er í henni Brussel að sækja um aðild Íslands að Evrópusambandinu, segir okkur RÚV. Þær stöllur leiða Ísland fram af bjargbrúninni verði af ESB-áætlunum þeirra. Í pólitík yrðum við hjáríki hnignandi ESB en landfræðilega á áhrifasvæði Bandaríkjanna. Ísland gæti sem hægast orðið bitbein stórveldahagsmuna. Það er alversta staða sem smáríki getur ratað í.

3 Comments on “Kristrún kokgleypir ESB-áróðri um Úkraínu”

  1. Það er mikið af staðreinda vitleisum í þessari grein.

    Jú, vissulega eru Kristrún og Þorgerður Katrín þefandi úr rassgatinu á BNA og undirverktaka BNA ESB.
    Þetta er innprentað inn í allan hugarheim íslenskra stjórnmála og sóðafjölmiðla.

    Það sem Bandaríkin ætla að gera með Grænland hefur í rauninni ekkert með öryggishagsmuni að gera.
    Bandaríkin eru í enn einni herferðinni til að komast yfir auðlindir í öðru ríki. Grænland hefur að geyma mikið af óunnum málmun eins og gulli.

    Þú talar um alvarlega stöðu fyrir smáríki?
    Ísland er búið að vera hernumið síðan 1940 og þar með aldrei verið sjálfstætt ríki á sínum lýðveldistíma!
    Við höfum ALDREI verið sjálfstætt ríki þegar það kemur að utanríkismálum. Hér hafa ráðamenn verið strengjabrúður Bandaríkjanna allan lýðveldistímann.

    Það sem við ættum mest að hugsa um núna er að ganga úr þessum NATO árásarsamtökum ekki seinna enn í gær og koma þessu yfirgangs áróðurs spillingar batteríi út úr okkar landhelgi.

  2. „Ísland gæti sem hægast orðið bitbein stórveldahagsmuna. Það er alversta staða sem smáríki getur ratað í.“

    Sammála því en ekki sammála að Rússar hafa engan áhuga á löndum NATO enda er ein helsta ástæða fyrir þeirra stríði gegn Úkraínu vera útaf því þeir vilja ekki Úkraínu inní NATO. Ef Rússar ná Úkraínu þá verður sennilega reynt að taka önnur lönd enda eru þeir að reyna sölsa undir sig lönd nú til dags til hvers ættu þeir að hætta eftir Úkraínu með allt þetta NATO hatur ?

  3. Sigurður R

    Ólíkt Bandaríkjunum þá hafa Rússnesk stjórnvöld aldrei sagst ætla að ráðast á önnur ríki ALDREI!
    Þetta snýst ekki um eitthvað NATO hatur, þetta snýst um öryggishagsmuni Rússlands.
    Rússnesk stjórnvöld reyndu í mörg ár með diplómatískum leiðum að semja við stjórnvöld í Úkraínu um að láta af ofsóknum gagnvart rússneskumælandi íbúum í austurhlutanum það var allt svikið með aðkomu Bandaríkjanna NATO og Evrópubandalagsins, svo á endanum ákváð fólki sem sætti þessum ofsóknum að yfirgefa leppstjórnina í Kyiv með kostningu til að tilheyra Rússlandi.

    Rússland mun ekki taka yfir vestur hluta Úkraínu þeir hafa aldrei haft í hyggju að gera það, Rússland vill bara að vesturhluti Úkraínu sé hlutlaust svæði hlutlaust ríki án aðkomu Bandaríkjanna og skósveina þeirra.

    Ástæðan er einföld, engar NATO hersveitir í Úkraínu!
    NATO ætlaði að nota Úkraínu sem árásartæki gagnvart Rússlandi NATO var búið að undirbúa jarðveginn í mörg ár með því að byggja upp sinn her í Úkraínu alveg síðan þeir frömdu valdaráníð 2014.

    það er fullkomlega eðlilegt að Rússland vilji ekki hafa óvin sinn í bakgarðinum af öryggisástæðum, þetta væri svona svipað og ef Rússland, Kína og Norður Kórea myndu koma fyrir hersveitum í Kanada og Mexiko, Bandaríkin myndu eðlilega aldrei samþykkja það.

    Það á að leggja NATO niður ekki seinna enn strax og koma Bandaríkjunum út úr Evrópu. Evrópa á að mynda sitt eigið öryggis og viðskiptanet án aðkomu ríkis úr annari heimsálfu púnktur pasta!

    Bandaríkin eru búin að drottna yfir mest allri Evrópu síðan frá lokum Seinni heimstyrjaldarinar.
    Íslenskri utanríkistefnu hefur verið stjórnað 100% frá Washington allan þennan svokallaða lýðveldistíma svo mikið sjálfstæði hefur Ísland haft!

    Ég vil að lokum benda fólki á það sem Bandaríkin ætla að gera niður á Gasa, þeir ætla bara að taka Gasa ströndina eignarnámi og flytja Palenstínska fólkið í burtu og gera Gasa ströndina að fjölþjóða nýlendu.
    Þetta er lausnin sem heims-einræðisríkið Bandaríkin leggja til málana til að koma á sínum friði í miðausturlöndum

    Bandaríkin munu fram í rauðan dauðan vera þar til staðar fyrir stór vin sinn Benjamin Netanyahu og hans hyski sem þeir eru búnir að vera að moka vopnum í til að útrýma Palestínsku þjóðinni!

Skildu eftir skilaboð