Opinber vígslumynd Trump hefur verið gefin út og slær í gegn

frettinErlent, Stjórnmál, TrumpLeave a Comment

Opinber vígslumynd af Donald Trump, kjörnum forseta, hefur verið birt, nokkrum dögum áður en hann sver embættiseið sem 47. forseti Bandaríkjanna.

Andlitsmynd af JD Vance varaforseta var einnig birt á samfélagsmiðlum.

Báðir leiðtogarnir munu taka við völdum 20. janúar næstkomandi, sem markar sögulega endurkomu Trump í forsetaembættið.

Opinber mynd Trumps, sem tekin var af ljósmyndaranum Daniel Torok, geislar af sjálfstrausti og sýnir hann í virðulegri og skipulegri stellingu.

Á miðvikudaginn birti Torok sýnishorn af vígsluboðinu, sem sýnir svarthvíta mynd af Trump og varaforsetanum.

Myndin virðist hafa slegið í gegn og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa:

Kynningin vakti fljótt athygli á netinu og varð til þess að Torok gaf út myndir í fullri upplausn af bæði Trump og Vance, sem hafa síðan farið eins og eldur í sinu:

Einhverjum finnst myndin bera merki þess að Trump muni opinbera margt á nýju ári:

Skildu eftir skilaboð