Trump segir vindmyllur dýrustu orkuna og umhverfislega hörmung

frettinErlent, TrumpLeave a Comment

Trump segir á samskiptamiðli sínum Truth Social að vindmyllur séu efnahagsleg og umhverfisleg hörmung.

„Ég vil ekki einu sinni reisa eina slíka á meðan ég er forseti.“

Trump segir að þúsundir vindmylla séu nú ónýtar og brotnar víðs vegar um Bandaríkin og ætti að rífa niður á stundinni.

Vindmyllur er dýrasta orkan, og það er einungis hægt að halda þeim gangandi með stórfelldum ríkisstyrkjum, sem nú verða stöðvaðar og við munum ekki taka þátt í, segir Trump.

Forsetinn lætur fylgja með skýringarmyndband þar sem greint er frá spöðum vindmyllanna sem hafa brotnað og splundrast út í náttúruna sem getur reynst stórhættulegt fyrir mannfólkið og lífríkið. Stærð spaðanna eru lengri en fótboltavöllur og eru framleiddir úr trefjaplasti, sem veldur gífurlegri mengun fyrir lífríkið. Brotin geta einnig verið stórhættuleg ef þau lenda á fólki eða dýrum. Þá hefur almenningsströndum verið lokað vegna hættu frá brotunum sem hafa dreift úr sér í miklum vindum og fellibyljum.

Hægt er að smella á myndina hér neðar til að horfa myndskeiðið:

Skildu eftir skilaboð