Joe Biden náðar Tony Fauci, Mark Milley og J6 valnefndina í sínu síðasta embættisverki

frettinErlentLeave a Comment

Joe Biden hefur náðað Tony Fauci, Mark Milley hershöfðingja og alla J6 nefndina í síðasta verki sínu sem forseti. Þetta þykir athyglisvert, því engin af þeim hafa hlotið dóm, og er því ljóst að Biden náðar þessa einstaklinga svo ekki sé hægt að sækja þau til saka fyrir afglöp sín í embætti.

Þau voru öll trúir þjónar demókratavélarinnar, og nú eru þau verðlaunuð, segir á bandaríska miðlinum The Gateway pundit.

Miðilinn greinir frá því að stefna Fauci hafi eyðilagt milljónir mannslífa, gerði þúsundir fyrirtækja gjaldþrota og drap milljónir að óþörfu um allan heim.

Liz Cheney, sem nú er til rannsóknar hjá fulltrúadeild Bandaríkjaþings, laug vísvitandi um 6. janúar og aðgerðir Trump forseta þann dag, hún var einnig náður og virðist sleppa með skrekkin.

Milley hershöfðingi var einn af höfundum verstu utanríkisstefnumistaka Bandaríkjanna í sögunni. Viðbrögð hans við eigin getuleysi var að einbeita sér að árásargjörnu hernaðaráætluninni. Milley hótaði einnig Kína og varaði þá við hugsanlegri árás Bandaríkjanna. „Þvílíkur svikari,“ segir jafnframt.

„Biden náðaði einstaklingana, því nú er á allra vörum að þetta eru glæpamenn,“ skrifar þingkonan Marjorie Taylor Greene:

Í desember síðastliðinum skrifaði Politico ítarlega skýrslu um málið.

Ekki er ljóst hvort að Trump snúi þessum náðunum við og fólkið verði sótt til saka fyrir afglöp sín í starfi, brot á stjórnarskránni og lögbrot af ýmsu tagi þegar fram líða stundir.

Skildu eftir skilaboð