Trump undirritar brottför Bandaríkjanna frá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni(WHO)

frettinErlent, Stjórnmál, Trump, WHOLeave a Comment

Bandaríkin munu yfirgefa Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina, samkvæmt nýrri tilskipun Donalds Trump stjórnarinnar sem forsetinn undirritaði í dag. Trump segir að alþjóðaheilbrigðisstofnunin hafi farið illa að ráðum sínum á meðan COVID-19 faraldrinum stóð og einnig farið illa með aðrar alþjóðlegar heilsukreppur.

Trump sagði að WHO hefði mistekist að starfa óháð og sé undir „óviðeigandi pólitískum áhrifum aðildarríkja WHO“ sem krefst „ósanngjarna íþyngjandi greiðslna“ frá Bandaríkjunum sem væru í óhófi við fjárhæðir sem önnur stærri lönd, eins og Kína, veittu.

„Heilsa heimsins tók mikið af okkur, allir vilja kokgleypa Bandaríkin. Það mun ekki gerast lengur," sagði Trump við undirritun tilskipunarinnar.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sendi frá sé yfirlýsingu að hún sjái eftir fjárframlögum frá helsta gjafalandi sínu.

„Við vonum að Bandaríkin endurskoði það og við vonum virkilega að það verði uppbyggilegar viðræður til hagsbóta fyrir alla, fyrir Bandaríkjamenn en líka fyrir fólk um allan heim,“ sagði Tarik Jasarevic, talsmaður WHO, við fréttamenn í Genf.

Tilskipunin gefur 12 mánaða uppsagnarfrest fyrir Bandaríkin til að yfirgefa heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna og hætta öllum fjárframlögum til hennar. Bandaríkin eru langstærsti fjárhagslegi bakhjarl WHO og leggja til um 18% af heildarfjármögnun til stofnunarinnar. Síðasta tveggja ára fjárhagsáætlun WHO, fyrir 2024-2025, var 6,8 milljarðar dala:

Hlutdeild skylduframlaga 2024-2025

Skildu eftir skilaboð