Þessa vikuna eru ökumenn í norður-Flórída að læra eða rifja upp hvernig á að keyra í snjó og ís þar sem mikill vetrarstormur blæs köldu og snjóað hefur talsvert mikið í sólskinsríkinu að undanförnu.
Ökumenn fá nú leiðbeiningar hvernig á að hugsa um bílinn sinn í snjókomu og kulda, sem eru ekki vanir þessum aðstæðum því ekki hefur snjóað á þessum slóðum í áratugi.
Leiðbeiningarnar eru eftirfarandi:
- Best er að geyma bílinn í bílskúr eða bílageymslu.
- Ef þú getur komið í veg fyrir að snjór, ís og slydda komist að farartæki þínu, er það besti kosturinn.
- Mikilvægt er að skafa framrúður vel, áður en til ferðar er haldið.
- Ef þú þarft að leggja utandyra skaltu fylgjast með ökutækinu þínu og hreinsa burt allan snjó sem safnast af ljósum og rúðum. Mikill snjór getur skemmt framrúðuna og hugsanlega sprengt hana eða valdið því að límhaldið veikist eða losnar. Ef um mikinn snjó er að ræða, getur það skemmt bílinn eða valdið dældum. þó ólíklegt sé að snjói það mikið.
Þú getur notað íssköfu til að fjarlægja ís af framrúðunni en ekki nota málm. Þú gætir rispað eða jafnvel sprengt yfirborðið. Samkvæmt AAA er besti kosturinn þinn að:
- Ræsa vélina
- Stillta hitarann á afþýðingu
- Stilla loftflæðið
- Færa hitastýringuna á fullan hita
Lög Flórída fjalla ekki mikið um snjó en þar eru lög sem banna allt á „framrúðunni, hliðarvængjum eða hliðar- eða afturrúðum“ sem „tálmar, byrgir eða skerðir sýnilegt sjónarhorn ökumanns á þjóðveginum eða gatnamótum. þjóðveginum."
Yahoo news greinir frá.