Gengur dæmið upp? Opinn fundur um fjármál og starfsemi íþróttahreyfingarinnar

frettinFréttatilkynning, Innlent, ÍþróttirLeave a Comment

Opinn fundur menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar um fjármál og starfsemi íþróttahreyfingarinnar verður haldinn föstudaginn 24. janúar 2025 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.

Fundurinn hefst klukkan 9:00 og stendur til klukkan 11:30.

Fjallað verður um fjármál íþróttafélaga frá ýmsum hliðum, rætt um áskoranir og tækifæri  til úrbóta.

Dagskrá:

Áskoranir og leiðir til lausna

  • Skúli Helgason formaður menningar- og íþróttaráðs 

Fjármál íþróttafélaga - Horft í baksýnisspegilinn og fram veginn

  • Ómar Einarsson, fyrrverandi sviðsstjóri ÍTR 

Fjárhagslegar áskoranir nýs formanns

  • Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir, formaður Fjölnis

Rekstur íþróttastarfs – í hvað fara peningarnir?

  • Ingvar Sverrisson formaður ÍBR og Frímann Ari Ferdinandsson framkvæmdastjóri ÍBR 

Mikilvægi sjálfboðaliðastarfs hjá íþróttafélögum

  • Þórhildur Garðarsdóttir formaður KR

Íþróttastarf á Íslandi - áskoranir í nútímasamfélagi

  • Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ

Viðbrögð við erindum og umræður

Pallborðsumræður 

Helga Margrét Höskuldsdóttir, íþróttafréttakona stýrir umræðum. 

Nánari upplýsingar veitir Skúli Þór Helgason formaður menningar- og íþróttaráðs, sími:  695 6901 

Öll velkomin!

Skildu eftir skilaboð