Tími þöggunar um „grooming“ gengin bresku er liðinn

frettinErlent, Ingibjörg GísladóttirLeave a Comment

Ingibjörg Gísladóttir skrifar:

Elon Musk hefur tekið upp merki W.T. Stead og berst gegn því að breskar smástelpur séu seldar í vændi í nútímanum. Hvar liggur ábyrgðin?

Það var árið 1885 sem blaðakóngurinn W. T. Stead (sem síðar fórst með Titanic) skar upp herör gegn því að barnungar stúlkur væru seldar í vændi. Hann keypti 13 ára stúlku (sem er sögð fyrirmynd G.B. Shaw að Elisu Dolittle) til að sýna hve auðveld slík viðskipti væru og þurfti að sitja 3 mánuði í fangelsi þess vegna. Með ítrekuðum greinaskrifum tókst honum að fá almenning í lið með sér og löglegur samræðisaldur á Bretlandi var hækkaður í 16 ár.

Nú hefur Elon Musk tekið við keflinu og gagnrýnir breska ráðamenn miskunnarlaust fyrir að hafa leyft gengjum karla sem langflestir eru af pakistönskum uppruna að níðast á smástelpum áratugum saman og hneppa þær í vændi, en slíkt er jafnvel ábatasamara en dópsala. Sem dæmi var Jennifer frá Telford aðeins 11 ára þegar kynlífsþrælkunin hófst. Samkvæmt fjölmiðlum hunsaði lögreglan beiðnir hennar um aðstoð og þurfti hún að þjónusta um 500 karlmenn áður en hún slapp og hafði hún þá verið 52x dæmd fyrir vændi því yfirvöld litu svo á sem hún hefði sjálf valið sér þann starfsvettvang.

Musk beinir spjótum sínum að Keir Starmer og Verkamannaflokknum, enda voru þessi gengi starfandi í kjördæmum flokksins. Ábyrgð Starmer er þó óljós því á tíma hans sem yfirsaksóknari Krúnunnar þá margfölduðust dómar fyrir „grooming". Hann er alténd ekki einn sekur því Jeremy Corbyn hafnaði því að fordæma einstaka hópa og ýtti Sarah Champion úr skuggaráðuneyti sínu 2017 fyrir að benda á gjörðir Pakistananna. Vegna Musk eru nú uppi háværar kröfur um heildstæða rannsókn á þessum málum en stjórn Verkamannaflokksins hafnaði því nýverið.

Öll yfirvöld á Bretlandi virðast þó samsek því eftir að grein Andrew Norfolk um gengin birtist í The Times 2011 þá gat engum dulist hvað var í gangi. Svo kom Jay skýrslan um Rotherham 2014 (a.m.k. 1,400 stúlkur) svo Rochdale og nú eru „grooming" borgirnar 50. Menn töldu að eftir Jay skýrsluna yrði tekið á þessum málum en 2015 datt umræðan niður. Það var sem fjölmiðlar hefðu verið settir í þagnarbindindi. Tommy Robinson, Julie Bindel, Maggie Oliver og fleiri gerðu sitt besta til að halda umræðunni vakandi og Charlie Peters á GB News hefur verið atkvæðamikill í seinni tíð.

Hvernig gat það gerst að heil þjóð horfði framhjá lögum og þaggaði niður umfjöllun um svo svívirðilega glæpi? Trúlega eru ástæðurnar fjölþættar. Verkamannaflokkurinn mun ekki hafa viljað styggja kjósendur sína meðal múslima, sumum var mútað og aðrir, svo sem Jon Wedger hjá Scotland Yard, voru þvingaðir til hlýðni með hótunum. Einhverjir munu líka hafa nýtt sér þjónustuna. Svo er það hugmyndafræðin. Samkvæmt vók-ismanum ber að líta á litaða innflytjendur sem kúguð fórnarlömb hvítra, rasískra heimsvaldasinna. Jafnvel kennarar brugðust. Af hverju var stuttmyndin My Dangerous Loverboy ekki sýnd í skólum 2008/9 eins og til stóð? Þurfti að vernda ímyndina um hið útópíska fjölmenningarsamfélag?

Af hverju hefur eru helst Pakistanar í þessum glæpagengjum en ekki indverskir múslimar sem þó eru margir í Bretlandi og tilheyrðu sömu þjóð til 1947? Ef til vill má þar um kenna áhrifum hins pakistanska Maududi sem stofnaði íslamistahreyfinguna Jamaat-e-Islami en hann taldi eðlilegt að hafa kynmök við ókynþroska stúlkur (vísar í kóranvers 65:4) og víða í Afganistan og Pakistan tíðkast Bacha Bazi (kynferðisleg misnotkun smástráka). Nýlega sagði hófsami ímaminn Dr. Taj Hargey á GB News að margir ímamar styddu gerðir „grooming"gengjanna. Ef til vill líta þeir ekki á stúlkurnar sem mennskar verur því í kóranversi 98:6 segir að vantrúaðir og heiðingjar séu af öllum skepnum verstir. Dr Taj hefur einnig talað um vanheilagt bandalag vinstrimanna og bókstafstrúarmúslima. Hjá báðum megi greina yfirburðahyggju og „við gegn hinum" hugsunarháttinn.

Breskir múslimar hafa látið sem þetta vandamál kæmi þeim ekki við. Skv. BBC höfðu Samtök breskra múslima (Muslim Council of Britain) samið predikun 2013 til fordæmingar á gengjunum en hún var aðeins lesin í fjórðungi moskanna og nú fordæma samtökin stjórnarandstöðuna fyrir að beita barnaverndarlögum til árása á breska múslima; það sé íslamófóbískt og rasískt að útmála þá sem „sex groomers." Samt er ekki verið að því, heldur bent á Pakistanana.

Viðhorf bresku elítunnar til almennings hefur mjög líklega einnig áhrif. Fátækir, hvítir Bretar er afskiptastir allra í landinu (fyrir utan sígaunana). Er ráðamönnum sem menntaðir eru í dýrum og fínum einkaskólum kannski alveg sama um hvað kemur fyrir lágstéttarstúlkur? Er firringin orðin svo mikil?

Tími þöggunar er liðinn. Komast þarf til botns í hvað olli þessarri fáránlegu linkind við glæpahópa

Skildu eftir skilaboð