Trump-stjórnin hefur dregið til baka fjögurra milljarða dala loforð Bandaríkjanna til stærsta loftslagssjóðs heims.
„Ríkisstjórn Bandaríkjanna afturkallar öll útistandandi loforð til Græna loftslagssjóðsins,“ skrifaði Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til António Guterres, framkvæmdastjóra SÞ, í bréfi dagsett þann 27. janúar, Politico greinir frá málinu.
Loftslagssjóður staðfesti ákvörðunina
„Okkur hefur verið gert ljóst að Bandaríkin hafi tilkynnt Sameinuðu þjóðunum um ákvörðun sína um að afturkalla útistandandi loforð til Græna loftslagssjóðsins,“ segir í yfirlýsingu.
Þetta skref gengur lengra en fyrri Trump-stjórnin, sem stóð við samning frá fyrri stjórnvöldum í fjármögnum sjóðsins. Ekkert annað land hefur áður afturkallað lofuðu fé.
Bandaríska utanríkisráðuneytið svaraði ekki beiðni um athugasemdir. Embættismaður Sameinuðu þjóðanna neitar að tjá sig um málið.
Græni loftslagssjóðurinn var stofnaður árið 2010 í þeim tilgangi til að beina fjármunum til hreinnar orku og loftslagsaðlögunaráætlana fyrir þróunarlöndin. Síðan þá hafa verið samþykkt verkefni að andvirði 16 milljarða dala.
Árið 2023 skuldbatt Biden-stjórnin þrjá milljarða dala til sjóðsins. Það stefndi við loforð Obama-stjórnarinnar og gerði Bandaríkin að stærsta einstaka framlagi sjóðsins að andvirði sex milljarða dollara.
Hins vegar hafa Bandaríkin aðeins afhent tvo milljarða dollara af þeim fjármunum sem var lofað, sem skilur eftir fjóra milljarða dollara í útistandandi sjóðum, sem eins og áður segir hefur verið afturkallað.
One Comment on “Trump afturkallar fjögurra milljarða dala loforð Bandaríkjanna í loftslagssjóð Sameinuðu þjóðanna”
Þetta er flott hjá Trump, svona mættu fleiri lönd gera…