Blaðamaðurinn Mark Halperin ræddi nýlega við geðlækninn Glenn Burnett í 2Way þættinum, þar sem hann greinir frá því að stór hluti tímans fari nú í meðhöndla vinstri sinnaða sjúklinga og áfallið sem þeir eru ganga í gegnum eftir sigur Trump í kosningunum. „Margir þeirra glíma enn við áföll“, að sögn læknisins, sem fer mjög ítarlega yfir þjáningar þeirra í viðtalinu.
Burnett segir að að sjúklingar hans glími við veruleg geðheilbrigðisvandamál í kjölfar kosningasigurs Donalds Trump forseta í nóvember.
Læknirinn líkir þjáningu fólksins við áfallið sem fólk varð fyrir eftir að þau urðu vitni að hryðjuverkaárásinni þann 11. september.
Halperin hafði varað við því í október að hann teldi að sigur Trump myndi hrinda af stað sögulegri „geðheilbrigðiskreppu“, sem eykur vandamál á borð við fíkn, skilnað og ofbeldi.
„Við erum að fást við þunglyndi, kvíða, alls kyns læknisfræðileg vandamál sem tengjast þessu, eins og svefnleysi, brjóstverkur og hár blóðþrýstingur. Fólkið er mjög óttaslegið og þetta hefur alvarleg áhrif á líf þeirra," segir hann.
„Þetta fólk mun fá litla samúð frá stuðningsmönnum Trump og öðrum til hægri, eftir það sem þeir hafa lagt á landið á undanförnum árum. Þeir gætu líka viljað hætta að líta á stjórnmál sem staðgengil fyrir trúarbrögð.“
Viðtalið má sjá hér neðar:
🚨 NEW: Doctor tells @MarkHalperin his patients are suffering serious mental health issues after Trump’s victory 🚨
"It has been extremely intense ... We are dealing with depression, anxiety ... insomnia, chest pain, chest pressure ... genuine fear, panic."
"I was a physician… pic.twitter.com/0sCMOklqzC
— Jason Cohen 🇺🇸 (@JasonJournoDC) February 7, 2025