Á meðan Kendrick Lamar lék í hálfleik í Super Bowl í Caesars Superdome í New Orleans, truflaði grímuklæddur maður sýninguna með því að bregða upp palestínskum fána með áletruninni „Súdan“ og „Gaza“.
Einstaklingurinn stóð ofan á svörtum Grand National bíl á sviðinu og veifaði fánanum í um það bil 45 sekúndur áður en öryggisgæslan tók eftir honum:
A man performing during the Kendrick Lamar halftime concert at #SuperBowl LIX unfurled a Palestinian flag and was chased off stage and finally tackled and removed by security. #SBLIX #Palestine pic.twitter.com/sU8jl1eyE3
— Diya TV (@DiyaTV) February 10, 2025
Öryggisstarfsmenn tóku strax á manninum og fjarlægðu af vellinum. Hálfleikssýningin hélt áfram án frekari truflana.
Enn er ekki vitað hvernig honum tókst að komast inn á sviðið.
Hálfleikssýningin sem er ein sú frægasta tónlistarveisla í Bandaríkjunum, er sögð ein sú „versta“ frá upphafi, en uppátæki mannsins þykir hafa haft mikil áhrif á þá skoðun manna.
Security tackles and removes the person with the Palestinian flag during Kendrick Lamar's halftime performance. #SuperBowl pic.twitter.com/ZhlLkQHVPD
— Stephen Espinoza (@StephenEspinoza) February 10, 2025
Í Super Bowl LIX leiknum sjálfum leiddi Philadelphia Eagles - Kansas City Chiefs 34-6 á þriðja leikhluta.