Joe Rogan segir að demókratar haldi áfram að missa fólk úr sínum röðum vegna stefnuleysis

frettinErlentLeave a Comment

Hlaðvarpstjórnandinn Joe Rogan segir að demókratar haldi áfram að missa fólk úr sínum röðum leiðrétti þeir ekki stefnuna.

Frá kosningunum 2024 hafa demókratar ekki staldrað við í eina mínútu til að íhuga hvers vegna svo margir kjósendur hafa flúið flokk sinn. Þeir hafa ekki eytt neinni orku í að finna út hvar þeir fóru úrskeiðis og hverju þeir þurfa að breyta til að komast aftur í takt við kjósendur.

„Það er næstum eins og þeir séu ófærir um það, því það myndi krefjast þess að þeir viðurkenndu að þeir hefðu rangt fyrir sér og Donald Trump hefði rétt fyrir sér. Þeir geta það bara ekki og mun leiða þá fram af kletti.“

Í þættinum er rætt um hegðun demókrata á samfélagsmiðlum og gangverkinu sem sett upp með, því að hafa algjörlega ríkisstýrða almenna fjölmiðla, þar sem bara einhliða frásagnir fengu að heyrast ásamt grófri ritskoðun. „Þetta var samstillt átak, þú gast horft á mismunandi fréttaskýringaþætti endurtaka nákvæmlega sömu orðin, nákvæmlega sömu setningarnar. Við vitum að þeir stjórnuðu umræðuefninu. Við treystum þeim ekki lengur.“

Við treystum ekki New York Times. Við treystum ekki Washington Post. Við treystum ekki CNN eða öðrum MSNBC, þar sem þeir eru allir fullir af áróðri, “enginn vill hanga með Brian Stelter“ segir hann.

Klippu úr viðtalinu sem Rogan tók við demókratan Brigdet Phetasy, má sjá hér neðar:

Skildu eftir skilaboð