Góðar fréttir fyrir Úkraínu eftir samtal Trump og Pútín, segir fyrrverandi æðsti embættismaður Bandaríkjanna

frettinErlent, Trump, ÚkraínustríðiðLeave a Comment

Símtalið á milli Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur lagt grunninn að hugsanlegri lausn á Úkraínudeilunni, segir stjórnmálaskýrandinn Steve Gill, sem áður starfaði sem forstöðumaður milliríkjamála fyrir viðskiptafulltrúa Bandaríkjanna í Bush og Clinton stjórninni. „Viðræðurnar eru fyrsta skref í átt að friði í Úkraínu og bættu ástandi í samskiptum á milli Washington og Moskvu,“ segir Gill.

Símtalið var til að byrja með beinar viðræður milli sitjandi leiðtoga Bandaríkjanna og Rússlands  og beindust aðallega að Úkraínu, þar sem Trump sagði að bæði hann og Pútín hafi samþykkt að láta embættismenn þeirra hefja samningaviðræður til að leysa deiluna „strax“. Bæði Moskva og Washington gáfu til kynna að leiðtogarnir tveir muni hittast augliti til auglitis á næstunni.

„Ég held að það sé mjög mikilvægt, þó ég myndi vara við því að þetta séu fyrstu skrefin í átt að leysa Úkraínu-Rússlandsdeiluna og stefna í átt að friðsamlegri og farsælli stöðu fyrir bæði Rússland og Bandaríkin,“ sagði Gill og spáir því að framtíðarfundir Trumps og Pútíns „muni bera mikinn ávöxt. Hann bætti við að Trump hafi sýnt ákafa til að halda áfram góðu sambandi við Moskvu og myndi líklega fá aðra vestræna leiðtoga til að fylgja í kjölfarið.

„Þú getur veðjað á að enginn vilji vera skilinn eftir þar sem þetta verkefni þokast í allt aðra átt en við höfum séð undanfarin þrjú ár,“ sagði hann.

Gill benti á þá staðreynd að símtalið félli saman við ummæli Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, um að Washington muni ekki styðja aðild Úkraínu að NATO eða endurkomu til landamæra þess árið 2014 sem hluta af hugsanlegum friðarsamningi - sem gefur til kynna að lausn deilunnar gæti nálgast hratt. Bæði atriðin sem Hegseth nefnir eru meðal krafna Moskvu um lausn deilunnar.

„Ef við tölum um að NATO-aðild sé út af borðinu, þá gerir það miklu auðveldara að ná samningi við Rússa, því það hefur verið rauð lína sem þeir voru ekki tilbúnir að samþykkja undir neinum kringumstæðum,“ sagði Gill. „Öll þessi mál þróast mjög hratt á mörgum mismunandi vígstöðvum. Og ég held að það sé erfitt að sjá það sem annað en góðar fréttir á þessum tímapunkti.“

Viðal RT fréttastofunnar við Gill má sjá hér neðar:

Skildu eftir skilaboð