Jón Magnússon skrifar:
Utanríkisráðherra og forseti Íslands sögðu eftir að Trump var kosinn forseti Bandaríkjanna, að veður gerðust nú vályndari og ófriðarhætta magnast. Á hverju skyldu þær hafa byggt þær skoðanir?
Ísland hefur ekki verið boðberi friðar í stríðinu í Úkraínu, þvert á móti því miður og illu heilli lokað sendiráðinu í Moskvu í stað þess að nota það m.a. til að tala fyrir friði.
Stefna Biden var sigur Úkraínu. Það voru gjörsamlega óraunhæf markmið, en samt tóku þáverandi og núverandi utanríkisráðherrar Íslands undir þá stefnu,í stað þess að vera málssvarar friðar. Farið var fram óðslega gegn Rússum, sem bitnaði fyrst og fremst á íslenskum framleiðendum, sem urðu af milljarðatekjum vegna fráleitrar hernaðarstefnu Íslands.
Trump talar fyrir friði og í gær talaði hann við Putin um friðarsamninga. Trump sagði að þeir væru sammála um að stöðva mannfórnir í milljónatali, en byrja friðarsamninga strax til að ljúka stríðinu í Úkraínu.
Trump talaði líka við Zelensky um símtal sitt við Pútín og um friðarviðræður, sem munu byrja á morgun föstudag. Zelensky sagði að Trump hefði gert honum grein fyrir viðtalinu við Pútín og að Úkraína og Bandaríkin væru að setja saman tillögur um að stöðva frekari árásir Rússa og koma á varanlegum friði.
Af hverju var þetta ekki gert fyrr? Af hverju gerði Biden aldrei neitt til að stöðva þessar hrikalegu mannfórnir eða Þórdís Kolbrún og síðan Þorgerður Katrín að tala fyrir friði. Sennilega hefur meir en milljón ungra manna fallið vegna þeirra afglapa að stuðla ekki strax að vopnahléi og friðarsamningum.
Svo er spurningin hvar þær eru staddar utanríkisráðherra og forseti lýðveldisins og fleira íslenskt valdhrokafólk, þegar það talar um vaxandi óveðursblikur og vaxandi líkur á stríðsátökum með valdatöku Trump.
2 Comments on “Friður í Úkraínu”
Jón Magnússon, Jú vissulega voru sauðheimsku íslensku-woke-istarnir fljótir að fullyrðam um heimsendi þegar Donald Trump var að ná völdum aftur í Bandaríkjunum.
Fyrir það fyrsta þá er Rússlandi nokuð sama hvað Bandaríkin eru að ropa út í loftið, þeir hafa enga ástæðu til að hlusta á ríki sem er búið með alheimseinræðisvaldi sínu að setja óteljandi viðskiptabönn á þá og svíkla nær allt sem þeir hafa lofað frá falli Sovétríkjana
„Trump talar fyrir friði og í gær talaði hann við Putin um friðarsamninga“
Þetta er nú svolítið djúpt í árina tekið hjá þér!
þessi yfirlýsing þín fellur eins og spilaborg eins og nær allt sem þú skrifar, erum við ekki að tala um sama manninn sem ætlar að taka Grænland og Suez skurðin í Panama með hervaldi?
Ég veit ekki betur enn hann hafi bætt í hörmungarnar í Palestínu og mulið enn meira undir anskotans rassgatið ísraels kvikindunum með því að slá eign sinni á Gasaströndina. Svo segir hann til að klóra meira yfir skítinn að fólkið hafi ekkert til snúa til baka, bíddu við hvernig má annað vera, Bandaríkin eru búin að láta sprengja í tætlur byggðina og kosta útrímingu fólksins á Gasaströndinni með því að moka vopnum og peningum í ísraelsku stríðsglæpavélina sem er í rauninni byggð sömu hugmyndafræðinni og nasitar Hitlers voru að gera í Seinni Heimsstyrjöldini.
ÞVÍLÍKUR FRIÐARSINNI!!
Donald Trump er kaldrifjaður viðskiptamaður og strengjabrúða fólksins sem kostaði hann til valda eins og allir forsetar Bandaríkjana frá endalokum seinna stríðs.
Jón Magnússon, þú ert lítið annað enn vel skólaður syðblindur-lögfræðings-fáviti.
Mér finnst það magnað að Fréttin sé að lepja upp áróðurbull frá mönnum úr innstahring syðblindunar eins og Jóni Magnússyni og Birni Bjarnasyni. Báðir þessir menn eiga meira heima með rottum í sóðalegustu holræsum enn hugsandi samviskusömu og skynsömu fólki.
Hér eru öll sagan um um tilveru þessa stríðs í Úkraínu!
https://www.youtube.com/watch?v=K30vixF8cBw