Hamas myrti mæðgin úr gíslahópnum: IDF sakar hryðjuverkasamtökin um að hafa skilað röngu líki

frettinErlentLeave a Comment

Ísraelar saka Hamas um að afhenda „óþekkt lík“ í stað líkamsleifa móður sem lést í haldi á Gaza ásamt tveimur ungum börnum sínum. Samkvæmt ísraelsher var lík Shiri Bibas ekki afhent ásamt sonum hennar Kfir og Ariel.

Hamas afhenti fjögur lík í gær sem þeir fullyrtu að væru gíslarnir, þar á meðal líkamsleifar Shiri og sona hennar. Fjórða líkið sem var sleppt úr haldi sem hluti af vopnahléssamkomulaginu á Gaza var gíslinn Oded Lifshitz, 83 ára, en fjölskylda hans staðfesti að borin hefði verið kennsl á líkamsleifar hans.

Hamas myrti gíslanna á myndinni, sá elsti 83 ára, yngsti var 9 mánaða þegar Hamas tók þau í gíslingu þann 7. október 2023.

Hins vegar, á meðan ísraelsk réttarrannsókn staðfesti auðkenni barnanna tveggja, Kfir og Ariel, lýsti varnarher Ísraels (IDF) því yfir að þriðja líkið sem barst væri ekki af móður þeirra, Shiri.

„Enginn samsvörun fannst fyrir neinn annan gísla. Þetta er nafnlaust, óþekkt lík,“ segir IDF í yfirlýsingu.

Ísraelski herinn lýsti ástandinu sem „versta glæp“ af hálfu Hamas frá upphafi og sakar hryðjuverkasamtökin um að hafa ekki staðið við skyldu sína til að skila öllum fjórum látnu gíslunum. Þess er krafist nú að líki Shiri Bibas yrði skilað tafarlaust ásamt öllum gíslum sem eftir eru.

Samkvæmt IDF voru Bibas-drengirnir „myrtir á hrottalegan hátt“ í nóvember 2023. Þegar þeir léstust var Ariel fjögurra ára en bróðir hans, Kfir, aðeins tíu mánaða gamall. Þeir voru teknir ásamt móður sinni, Shiri, frá heimili sínu í Nir Oz. Faðir þeirra, Yarden Bibas, var rænt eftir að hafa reynt að bjarga fjölskyldu sinni. Honum var síðar sleppt 1. febrúar 2025, sem hluti af samningi um endurkomu gísla.

Aðgerðin á fimmtudag er sú fyrsta sem Hamas-samtökin skila líkum til Ísraels eftir að vopnahléssamkomulagið á Gaza var tilkynnt í janúar. Heildarrammi samningsins felur í sér lausn 33 ísraelskra gísla og um 1.900 palestínskra fanga.

Búist er við að Hamas láti sex ísraelska gísla lausa um helgina, sem myndi ljúka fyrsta áfanga núverandi vopnahléssamnings. Næsta fimmtudag er búist við að Hamas afhendi fjögur lík til viðbótar af einstaklingum sem voru myrtir á meðan þeir voru í haldi hryðjuverkasamtakanna.

Skildu eftir skilaboð